.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Var að uppgötva að bloggið fylgir íslenskri tímasetningu, þannig að ef ég skrifa mjög seint er kominn nýr dagur á Íslandi og bloggið dagsett eftir því! Bara til að fyrirbyggja misskilning; Guðbjörg og Bjarki áttu afmæli 18. júlí, ekki 19.!! Rétt skal vera rétt! En núna er örugglega sami dagur hjá okkur öllum, klukkan er bara 6.25 hjá mér. Brá út af vananum og skrifa snemma í dag, rafmagnið fer hjá mér eftir 2 tíma og kemur fyrst einhverntímann seint í dag/kvöld.
Man ekki hvort þið voruð búin að sjá stóru trén tvö sem stóðu utan við okkar lóð; aftan við Pálma Thor? Risastór og falleg, þetta voru svona fjölbýlistré þar sem bjuggu heill hellingur af allskonar fuglum sem unun var að fylgjast með. Svo gerist það fyrir skömmu, að ég heyri þessi svaka læti úti, og hvað haldiðið? Maskína míkil hafði ráðist á stærra tréð og það lá nánast á hliðinni. Fuglarnir urðu hálftrylltir, flögruðu taugaveiklunarlega fram og til baka og görguðu ógurlega, þetta var eins og versta sena úr fuglamyndinni hans Hitchcock! En svo linnti látunum og tréð rétti úr sér, en var stórskemmt eftir. Bæði ég og fuglarnir róuðust smátt og smátt og ég gat náttúrulega ekkert gert, þetta var ekki á okkar lóð. En þetta vr bara byrjunin, í gær kom skrýmslið aftur - rétt þegar fuglarnir voru farnir að flytja heim aftur - og nú var ekket gefið eftir. Eftir mikinn vélargný,moldarryk, köll og hróp, lá minna tréð í valnum og hið stærra titraði af angist og stressi. HVAÐ ER Í GANGI, eru mennirnir orðnir vitlausir hugsaði ég á meðan ég upplifði senu Hitchock´s enn og aftur. Frá svölunum uppi sá ég svo að búið er að slétta stórt svæði, fjarlæga allt sem kvikt var og það er greinilega verið að gera klárt fyrir miklar framkvæmdir. það verður einhver þokkinn, ekki nóg með að fjölbýli fuglanna sé eins og eftir loftárás, það verður ábyggilega ólíft fyrir hávaða og djöfulgangi hér á næstunni! OJ-bara! Friður úti, fuglar heimilislausir, fullt af ryki! Nå, ætla að drífa mig í sund, fer svo með tölvuna á eftir út á skrifstofu hjá Pihl, búin að fá lánað skrifborð þar í dag, vona bara að rafmagnið fari ekki líka hjá þeim. Það gerist nú stundum! Hafið góðan dag elskurnar/KNUS

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?