mánudagur, júlí 31, 2006
Við Sigfús fórum í Kaupstað um helgina, brugðum okkur til Kingston í skemmti- og menningarferð. Kingston er náttúrulega mikið stærri en MoBay, enda höfðuborg með öllu sem þvi tilheyrir. Við erum farin að þekkja smávegis í bænum, rata pínu og átta okkur á umhverfinu. En villumst náttúrulega líka! Eitt sem við þekkjum orðið vel, er skóbúð í bænum, hún er æðisleg! Ekki nóg með að úrvalið sé gífurlegt, hedur eru prísarnir og stærðirnar afar aðlaðandi! Jamikanskar konur hljóta almennt að vera með stóra fætur, því það er ekkert mál fyrir mig (með mitt númer 42 í skóm!) að fá fullt af flottum skóm. Kom út með 4 pör og borgaði ca. 10.000 ísl. fyrir, og þetta voru sko flottir og góðir skór! Sigfús fékk eitt par og var alsæll með það. En ég er náttúrulega skófíkill, svo það er ekki alveg að marka! Við fengum okkur líka nokkrar fleiri eftirprentanir, svo nú þarf ég að heimsækja inrammarann aftur!
Og svo fórum við á Bob Marley safnið. Það var sko gaman! Safnið er í húsinu sem þau hjónin bjuggu í með krökkunum sínum fjórum, þarna var hann líka með stúdío sem sonur hans notar núna. Það er búið að gera þetta voða vel alltsaman, skipulegðar skoðunarferðir um allt með ”guide” sem sýnir og segir frá. Fullt af myndum frá lífi hans og tónlistarferðum, svo endaði túrinn með heimildarmynd sem sýnd var í litlu bíói í einu af útihúsunum, sem voru mörg. Í einu af þeim er lítil hárgreiðslustofa þar sem hægt er að fá ”uppstart” af rastahári. Þurfti virkilega að halda í Sigfús þegar við fórum framhjá þar! Virkilega þess virði að fara og skoða þetta safn, bæði fróðlegt og gaman. Hann hefur verið áhugverð manneskja, svona utan við músíkina.
Það var greinilega stóra giftingarhelgin í Kingston, í almenningsgarði sem er við hlið hótelsins sem við bjuggum á, var stanslaus traffík bæði laugardag og sunnudag, brúðhjón og litríkt fylgdarlið sátu, stóðu og lágu út um allt, það var verið að taka myndir! Og þvílíkar uppstillingar! Við fylgdumst með frá svölunum og skemmtum okkur konunglega! Furðulegt að sjá hvernig brúðurinn hreinlega lagðist á grasið (í svaka-brúðarkjólum), svo var hrúgað ofaná hana allskonar blómum og svo myndað!
Á laugardagskvöldið fórum við í boðið til Pihlfólksins, meiningin var að sitja út við sundlaugina á Hilton hótelinu, en mað skall á þeð þrumum og eldingum með tilheyrandi vatnsveðri, svo allt var flutt inn í hús. Þarna hittum við fullt af fólki, ma. 4 af 5 íslendingum sem búa í Kingston. Þann fmmta, hana Rósu Ramsey hittum við svo í ”bröns” á sunnudeginum. Rósa er spennandi karakter, búin að búa hérna í 53 ár og upplifa ótrúlegustu hluti. Einhver góður skribent þyrfti að skrá sögu henna Rósu, hún hefur sko frá mörgu að segja. Maðurinn hennar var þekktur lögfræðingur í Kingston og hún vann með honum öll ár í málaferlum bæði hér á Jamaica og öðrum Karabíueyjum. Spennandi líf og ekki alltaf auðvelt fyrir unga íslenska konu að aðlagast. En hún er svo lífsglöð og hress, verður 75 ára í haust og er algjör daðrari! Þið hefðuð átt að sjá hvernig hún snéri þjónunum í kringum sig! Reyndi meira að segja við Sigfús beint fyrir framan augun á mér!! En við erum sumsé 8, Ísendingarnir á Jamaica; við 3 í MoBay og svo þessi 5 í Kingston. Það ver að verða Þorrablótshæft! Skemmtilega og ”stímulerandi” ferð í Kaupstað, en líka gott að koma aftur heim í kyrrðina á Taylor Road!
Það er einhver stífla á netinu, kem eingum myndum inn og veit svosum ekkert hvort þetta fer í gegn. Set myndir inn seinna. KNUS
Og svo fórum við á Bob Marley safnið. Það var sko gaman! Safnið er í húsinu sem þau hjónin bjuggu í með krökkunum sínum fjórum, þarna var hann líka með stúdío sem sonur hans notar núna. Það er búið að gera þetta voða vel alltsaman, skipulegðar skoðunarferðir um allt með ”guide” sem sýnir og segir frá. Fullt af myndum frá lífi hans og tónlistarferðum, svo endaði túrinn með heimildarmynd sem sýnd var í litlu bíói í einu af útihúsunum, sem voru mörg. Í einu af þeim er lítil hárgreiðslustofa þar sem hægt er að fá ”uppstart” af rastahári. Þurfti virkilega að halda í Sigfús þegar við fórum framhjá þar! Virkilega þess virði að fara og skoða þetta safn, bæði fróðlegt og gaman. Hann hefur verið áhugverð manneskja, svona utan við músíkina.
Það var greinilega stóra giftingarhelgin í Kingston, í almenningsgarði sem er við hlið hótelsins sem við bjuggum á, var stanslaus traffík bæði laugardag og sunnudag, brúðhjón og litríkt fylgdarlið sátu, stóðu og lágu út um allt, það var verið að taka myndir! Og þvílíkar uppstillingar! Við fylgdumst með frá svölunum og skemmtum okkur konunglega! Furðulegt að sjá hvernig brúðurinn hreinlega lagðist á grasið (í svaka-brúðarkjólum), svo var hrúgað ofaná hana allskonar blómum og svo myndað!
Á laugardagskvöldið fórum við í boðið til Pihlfólksins, meiningin var að sitja út við sundlaugina á Hilton hótelinu, en mað skall á þeð þrumum og eldingum með tilheyrandi vatnsveðri, svo allt var flutt inn í hús. Þarna hittum við fullt af fólki, ma. 4 af 5 íslendingum sem búa í Kingston. Þann fmmta, hana Rósu Ramsey hittum við svo í ”bröns” á sunnudeginum. Rósa er spennandi karakter, búin að búa hérna í 53 ár og upplifa ótrúlegustu hluti. Einhver góður skribent þyrfti að skrá sögu henna Rósu, hún hefur sko frá mörgu að segja. Maðurinn hennar var þekktur lögfræðingur í Kingston og hún vann með honum öll ár í málaferlum bæði hér á Jamaica og öðrum Karabíueyjum. Spennandi líf og ekki alltaf auðvelt fyrir unga íslenska konu að aðlagast. En hún er svo lífsglöð og hress, verður 75 ára í haust og er algjör daðrari! Þið hefðuð átt að sjá hvernig hún snéri þjónunum í kringum sig! Reyndi meira að segja við Sigfús beint fyrir framan augun á mér!! En við erum sumsé 8, Ísendingarnir á Jamaica; við 3 í MoBay og svo þessi 5 í Kingston. Það ver að verða Þorrablótshæft! Skemmtilega og ”stímulerandi” ferð í Kaupstað, en líka gott að koma aftur heim í kyrrðina á Taylor Road!
Það er einhver stífla á netinu, kem eingum myndum inn og veit svosum ekkert hvort þetta fer í gegn. Set myndir inn seinna. KNUS
Comments:
Frábær blogg síða. Ég hló mikið þegar ég var að reyna að sjá pabba fyrir mér með rasta hár :D Skór og konur...... mmm það skil ég ekki afhverju sálfræðingar hafa ekki rannsakað betur tengslin þar á milli. Sé mest eftir að hafa ekki keypt bolinn sem ég sá einu sinni sem á stóð: "The one that has the most shoes wins!" Hlakka til að heyra meira af ykkur.
Knús og kossar
Systa
Skrifa ummæli
Knús og kossar
Systa