.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 31, 2006



Þarna er gaskúturinn okkar, stendur úti á þvottaverandanum, óvarinn og leiðslan úr honum liggur eftir gólfinu, í gegnum gat á veggnum og þaðan inn í eldavélina. Mér leist nú svona mátulega á þennan frágang í fystu, en þetta venst eins og annað! Enginn mælir er á honum svo við höfum ekki hugmynd um hvað er mikið gas eftir. Við höfum auðvitað notað gasið síðan við fluttum inn, eða í rúma 6 mánuði og enn kemur gas! Þegar Miss Monika kom til að tékka að við hefðum undirbúið komu Ernesto eins og átti að gera, spurði hún m.a. um hvort við hefðum nægjanlegt gas. Við vissum náttúrulega ekkert um það. "Eruð þið BARA með einn kút?" sagði Monika öldungis hissa, "hér hafa allir tvo samtengda kúta" bætti hún við. Við sáum lógikkina í þessu, það væri sko ekki skemmtilegt að verða gaslaus mitt uppí "hurricane". Haft var samband við André Gas sem setti gaskútapöntun í gang "med det samme". Ernesto heyrir sögunni til, en ekki er viðbótarkúturinn enn kominn. Tímaskyn jamaicabúa er stundum íllskiljanlegt fyrir skipulagða Vesturlandabúa, "soon come" og "later" eru algengustu orðin í tungumálinu, hvort sem það er á enskunni þeirra eða "patio" mállýskunni. En okkur finnst traustvekjandi að hafa tvo kúta og svo erum við þá líka komin í hóp "tveggjakútaeigandafélagsins" í Montego Bay!!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?