.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Í dag, 10. ágúst er alþjóðlegi Barnagrobbdagurinn, " The Childboast Day". Stofnfundur dagsins var haldinn í dag að Taylor Road 1080, #3 og hófst hann kl. 6.30 að staðartíma. Fremur var fámennt á fundinum, en það er nú bara vegna þess að þetta var ákveðið með svo stuttum fyrirvara og því vannst enginn tími til að kynna stofnun dagsins og auglýsa stofnfund. Ómeðvitaður undirbúningur dagsins hefur verið langur, enn er þó eftir að stetja saman markmið dagsins í smáatriðum, en yfirmarkmiðið var morgunljóst, enda sólin rétt að skríða yfir fjallstoppana.
Tilgangur dagsins er að minna alla foreldra á að grobba sig af börnunum sínum, ekki bara þann 10. ágúst ár hvert, en að gera það sí og æ og draga ekkert undan! Og mikilvægt er að það verði gert á þann hátt að öllum sé ljóst, þar með talin börn viðkomandi, að foreldrar eru sannfærðir um að þeirra börn séu bestu einstaklingarnir sem fæðst hafa á þessarri plánetu. Séu einhverjir foreldrar í vafa um hverjar eigi að vera þeirra grobbáherslur, bendir stofnfundurinn þeim á að skoða í skjóðu minninganna og draga upp þau atriði sem án nokkurs vafa eru þar og geta verið grunnur persónulegra grobbáherslna. Unnið er að hönnun Grobbkorta, bæði prentuðum og elektróniskum, formi fyrir grobbsögur sem til að byrja með geta birtst á Veraldarvefnum og í Mogganum (síðar er gert ráð fyrir alþjóðlegri dreifingu gagnanna á 27 tungumálum) stöðluðum frösum (á jafnmörgum tungumálum) fyrir foreldra án hugmyndarflugs, auk þess sem hafinn er undirbúningur að tímariti sem mun bera heitið" The Childboast Magazin". Fréttablaðið hefur sýnt áhuga á hlutabréfum í tímaritinu. Heimasíða barnagrobbdagsins verður opnuð innan skamms. Ýmislegt annað er á döfinni, en byrjað verður á alheims hvatningu til allra foreldra: "Verið grobbin af börnunum ykkar".
Undir áhrifum af gífurlegum áhuga sem fram kom á stofnfundinum, ríð ég á vaðið:



Þetta eru börnin mín, Ari Theodór og Guðbjörg Reykjalín. Einstaklega myndarlegir og velgerðir einstaklingar, með skýra vitund um uppruna sinn - þrátt fyrir að bæði búi utan Íslands- eins og sést á þessarri mynd; Ari í íslenskum hátíðarbúningi karla og Guðbjörg í eigin hönnun af íslenskum klæðnaði kvenna. Og svona líka bjart yfir þeim báðum!













Ari minn sem býr í Noregi er giftur Katherine Hansen og saman eiga þau þessa líka yndislegu tvo drengi, Brynjar Örn og Bjarka Örn Arasyni. Ari er svakalega duglegur og afkastamikill, enda hefur verið leitað eftir honum til efiðarra stjórnunarstarfa og núna er hann nýlega fluttur til Lofoten í Noregi þar sem hann er útgerðarstjóri hjá Aker Seafoods - stærstu togarútgerðinni í Noregi.


"Ari Theodor Josefsson, managing director at Sæplast Alesund, Norway, has decided to accept a new position as the fleet director for the northern division of Aker Seafoods ASA" eins og skrifað var þegar hann var ráðinn. Hann á örugglega eftir að gera góða hluti þarna hann Ari minn! Svakalega er ég grobbin af honum!






Guðbjörg mín stóð fyrir opnun vinnustofu í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Ásamt nokkrum vinkonum sínum rekur hún vinnustofuna og núna líka verslun þar sem framleiðsla þessarra ungu athafnakvenna er seld. Allar hafa þær sinn eigin stíl á hönnun kvenfatnaðar og ýmissa fylgihluta. Stíll Guðbjargar er einstaklega frumlegur og skemmtilegur. Heimasíðan þeirra er: www.moegtoej.dk Innan tíðar opnar Guðbjörg sína eigin heimasíðu: www.greykjalin.com
Fyrirtækið ber það frumlega heiti: "Møgtøj"
Einmitt núna þessa helgi tekur Guðbjörg þátt í fystu tískuráðsefnu sinni, en í tilefni stóru Tískuvikunni í Kaupmannahöfn var henni og stallsystrum hennar í Møgtøj boðið að vera með í tískuráðstefnunni Gallery, sem Politiken stendur fyrir. Nafn Guðbjargar stendur í upptalningu yfir þátttakendur ráðstefnunnar undir "Brands" á heimasíðu tískuráðstefnunnar www.gallery.dk
Þetta er kynnt svona:
"Folkene bag Gallery har samlet en række designere, som de mener er de førende og mest spændende designere, modeugen har at byde på". Ekkert smáflott hjá hanni Guðbjörgu minni, enda er hún að gera afskaplega spennandi hluti. Svakalega er ég grobbin af henni!

En það er ekki bara að bæði Ari og Gubjörg séu að gera góða hluti í faglegu lífi sínu, þau eru bæði einstaklingar sem hafa hæfileikann til að stuðla að betri heimi fyrir okkur hin. Með félagslegum þroska sínum og empatískum skilningi á öðru fólki gefa þau frá sér góða strauma og velvild. Ég er sálum þeirra þakklát fyrir að velja mig sem mömmu í þessu lífi. Ég er svo grobbin af þeim!

Ég óska öllum foreldrum til hamingju með Barnagrobbdaginn!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?