.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Eftir 6 mánaða dvöl á Jamaica er ég búin að sjá að það eru reyndar árstíðir hérna. Nú eru t.d. dagarnir styttri, sólin kemur seinna upp og sest fyrr. Það eru allt öðruvísi gróður núna eða þegar ég kom í febrúar, önnur blóm og önnur dýr. Regnið á þessum tíma miskunar sig yfir náttúruna sem svarar með grænni grassprettu og allavega litum blómabreiðum. Froskakrílin fjölga sér slíkt, að ég legg til að hér eftir verði ekki sagt þegar verið er að óskapast yfir barnafjölda innflytjanda í Danmörku og víðar; "þau fjölga sér eins og kanínur" heldur "þau fjölga sér eins og froskakrílin í Montego Bay"!!! Þessi froskakríli eru rosalega hávær, smella og skríkja stanslaust og elska rigningu og rökkur. Forstofan okkar er greinilega afskaplega vinsæll bústaður (enda voða notaleg forstofa!) og þar hefja þessi kríli upp raust sína í ljósaskiptunum og hætta ekki fyrr en annaðhvort okkur Sigfúsi tekst að beina eiturgusunni upp í þau, eða þegar fer að birta af degi. Ekki skrítið að Palla hefur skki sést þarna vikunum saman. En mér skilst að þegar regntíminn er yfirstaðinn flytji þau eitthvað annað, vona það bara! Annað sem fylgir þessum árstíma er óskaplegur fjöldi af maurum. Þeir eru náttúrulega alltaf einhverstaðar nálægir, en nú kastar fyrst tólfunum, þeir eru hreinlega út um allt og í hópum. Þótt þetta séu leiðinda húsdýr, get ég ekki annað en borið vissa virðingu fyrir þeim. Þvílíkur dugnaður, þvílík atorka. Detti smá arða á gólfið, eru þeir eftir augnablik komnir í hópum og reyna að burða örðunni út og þá væntanleg heim til sín, hvar sem það nú er. Ég furða mig oft á hvaðan þeir koma, svona snöggt og svona margir. Sigfús heldur að þetta sé skipulagt hjá þeim, þeir séu með spæjara út um allt (auðvelt fyrir einn maur að fela sig, þetta eru pínulítil kvikindi), svo þegar rúgbrauðsmylsna eða dauð fluga liggur á gólfinu (eða er klesst einhverstaðar eftir minn atgang með bekkjarýjuna!) þeytist hann heim og sækir liðsauka, sem á sama hraða hendist til baka til að sækja björg í bú. Ég get ekki annað en verið sammála þessu, hvernig ætti þetta annars að gerast svona hratt og skipulega? En þá eru þeir margir spæjararnir í þessu maurasamfélagi!
Ég hálfpartinn brotlenti þegar ég lauk við þýðinguna og var svolítinn tíma að ná upp "tempóinu" aftur. En nú er ég komin vel í gang aftur, að þessu sinni við yfirlestur og endurbætur á tekstanum. Sem betur fer var það rétt ályktað hjá mér; þetta er ekki eins mikið mál og sjálf þýðingin og miðar mér vel. Það er ótrúlega spennandi að sjá fyrir endann á verkefninu, allavega að sjá að mér tekst að ljúka þessu, hvað sem svo gerist í framhaldi af því. Er að reyna að trappa nig svolítið niður, sit ekki "nema" 6 tíma á dag við tölvuna núna. Dejligt!
Heyriðið mig; Guðbjörg er búin að opna heimasíðuna sína, enn er ekki mikið inn á henni, en samt hægt að sjá sýnishorn af fötunum hennar. Kíkkið endilega á www.greykjalin.com
Flott hjá henni Guðbjörgu! Hafið góðan dag elskurnar, KNUS

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?