.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 07, 2006

Þegar við Sigfús heyrðum fyrst talað um "Reggae Sunsplash" var ekki spurning um að við færum þangað. Þetta er nú einsu sinni "stærsta reggae-festival í heimi" eins og þeir auglýstu hátíðina og sögðu m.s. að þetta være " il festival per eccellenza "!! Þetta átti aðallega að halda í Ane-bay sem er ca. 1,5 tíma keyrslu frá MoBay. Við Sigús erum nú ekkert sérlega "festivalvön", fyrir utan Langelandfestivalið sem ég fór einu sinni á, er Bindindismótið í Vaglaskógi forðum (undir eftirliti Ellu frænku!!) það sem ég hef komið næst slíkum samkundum. Sigfús var algjör byrjandi hvað þessa menningu varðar! Við drifum okkur af stað sinnipartinn í gær og í ljósaskiptunum keyrðum við inn á hálftóm bílastæði svæðisins. Ja, hérna, það eru engar manneskjur hérna sögðum við, þetta er greinilega algjört fíaskó! Við höfðum á tilfinningunni að við værum einu gestirnir og fannst verðirnir voðaglaðir að sjá okkur! Strangt eftirlit var við innganginn, bakpokinn skoðaur nákvæmlega og málmleitartæki rennt yfir okkur í bak og fyrir. Reggae Sunsplash bauð okkur velkomin og inn á svæðinu, sem var einstaklega vel skipulegat og huggulegt í alla staði. Okkur fannst nú fremur lítið um að vera og spurðum hverju það sætti. Með því "blottuðum" við reynsluleysi okkar á úthátíðum; það byrjaði ekkert að gagni þarna fyrr en um/eftir miðnætti, en svo var líka haldið áfram alla nóttina og þeir frægustu og bestu komu fyrst á sviðið undir morgunn! Þennan sama morgun hafði UB40 spilað til kl. 10 .00!

En smátt og smátt fór að koma meira líf í þetta og minni spámenn fóru að stíga á sviðið. Það var náttúrulega komið svartamyrkur, en þessi mynd er af litla sviðinu sem er byggt á litlum tanga út í sjóinn, sitt hvoru megin við það veltust öldurnar upp í sandinn. Ekkert smáflott! Við sátum góða stund og hlustuðum og greinilegt var að flytjendur urðu betri og betri eftir því sem tíminn leið. Við vitum núna, að næsta ár verðum við að gera þetta öðuvísi; undirbúa okkur fyrir vökur og fara á laugardagskvöldinu, því þá eru flottustu listamennirnir!

En þetta var mikil upplifun, góð músík, fallegt umhverfi og góð stemning. Meira að segja voru steinarnir á ströndinni flóðlýstir í ýmsum litum, sem gerði stemninguna ennþá magnaðri og æfintýralegri. Lyktin af marijuna blandaðist sjáfarilmi og jerkkryddum og allir voru afslappaðir og sælir að sjá! Á leiðinni heim (undir miðnætti) mættum við þvílíkri strollu af bílum, það var fólk sem vissi hvenær á að mæta á reggaefestival! Og nú vitum við líka betur!


Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?