föstudagur, ágúst 04, 2006

Einstaklega "kuselig" samvera með frændum okkar norðmönnum á svölum Relax Resorts í gærkvöldi. Norskur lax, norsk síld og norskur snaps! Að ógleymdum krabbaklónum sem Per var búinn að tilreiða á fagmannlegann hátt. Hann er kominn í samband við innfæddann krabbafangara, sem lofar að sjá honum - og okkur Sigfúsi - fyrir krabba og humri. Mér skilst að þetta sé eins og í bíómyndunum, maður fær þessi dýr snarlifandi heim á eldhúsbekk og svo er annaðhvort að koma þeim í pottinn í hvelli eða henda þeim í frystinn og loka kyrfilega á eftir þeim! Það verða einhver átökin reikna ég með, ég á engann stórann pott! En ég er alveg tilbúin að prófa þetta og bíð spennt eftir sendingunni! Brian nágranni kom áðan svona líka hróðugur með auglýsingu um Skype sem vinur hans í USA hafði sent honum. Mér tókst heldur betur að "imponera" hann þegar hann sá mitt Skype! En þetta Skype fer greinilega um eins og eldur í sinu! Er í smávandræðum með hljóðið hjá mé, það er svo svakalega lengi á leiðinni, en það virkar!