mánudagur, ágúst 28, 2006
Ernesto renndi sér ljúflega framhjá norð-austur hluta Jamaica án þess að við yrðum hans vör. Eftir að hafa lullað eftir Karabískahafinu, sveigt fram og til baka, bætt í og dregið úr hraða og vindstyrk frá einum klukkutíma til annars, ákvað hann svo að lokum að það væri Castro og fjölskylda sem ættu að finna fyrir honum frekar en við á Jamaica. Hvernig hann ætlar sér svo að spóla sig upp eftir USA er ennþá óljóst, eins og er virðist hann ætla að bruna eftir endilöngu Frórída eftir að hafa safnað orku eftir Kúbuheimsóknina. Þetta er nú meira fyrirbærið þessi "hurricane", ekkert að marka þá, engin ákevðin stefna og virðist sem þetta lifi sínu eigin tryllta lífi. En við fengum góða æfingu í undirbúningi sem við búum að næst þegar "Tropical depression" myndast í karabíska hafinu. En helvískur hafði af okkur ferðina til Mandeville! Í staðinn áttum við rólega helgi heima, sem var auðvitað heldur ekki slæmt. Og Mandeville fer ekki langt!
Vivet ljómaði þegar hún kom í morgun: "Guð var með okkur" sagði hún. Það var mannmargt í kirkjunni hennar á sunnudaginn og trúa þau að kraftur bænarinnar hafi beint Ernesto frá þeim. Hver veit, kannski er það rétt. Castro hefði þá betur farið í kirkju! Hafið góðan dag elskurnar!
Vivet ljómaði þegar hún kom í morgun: "Guð var með okkur" sagði hún. Það var mannmargt í kirkjunni hennar á sunnudaginn og trúa þau að kraftur bænarinnar hafi beint Ernesto frá þeim. Hver veit, kannski er það rétt. Castro hefði þá betur farið í kirkju! Hafið góðan dag elskurnar!
Comments:
En hvað ég er fegin að sjá að það er í lagi með ykkur hjónin, búin að vera að kíkja inn á síðuna hjá þér eftir fréttum. Það hefur ekki bara verið beðið fyrir ykkur og Jamaica í kirkjunni hennar Vivet heldur líka hér heima á Fróni. Svona er nú máttur bænarinnar :D
Knús og kossar,
Systa
Knús og kossar,
Systa
ef systa er Anna frænka, þá finnst mér að hún hefði líka mátt nefna nýjasta fjölskyldumeðliminn sem kom í heiminn á laugardaginn ;) annars er ég svakalega fegin að bylurinn fór framhjá ykkur, var að lesa á moggavefnum í morgun og fékk alveg fyrir hjartað því að ég komst ekki inn á síðuna þína í vinnuni til þess að athuga hvort allt væri í lagi, hann bjarni frændi er búinn að láta loka fyrir allt svoleiðis :/ en stórt knús og kveðja ;)
Hæ elskuleg! Systa er dóttir hans Sgfúsar. Ég vissi um litla sólargeislann, búin að sjá myndir og allt!Já, sem betur fer fór´ann framhjá, en erum að fá núna svaka rigningu ú rassgatinu á hinum! KNUS
Skrifa ummæli