.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Ég brá mér í bæinn til að kaupa baðvigt. Hef um skeið haft lúmskann grun um að jamaicanskt hreyfingarleysi væri farið að setja sig "på sidebenene" á mér og vildi ganga úr skugga um hversu alvarlegt vandamálið væri. Ég sá um daginn, að þeir höfðu vigt hjá "lokal discount" búðinni hennar Vivet og þangað fór ég. Það tók mig 5 mínútur að ákvað að kaupa vigtina og 55 mínútur að borga hana. Ég hef aldrei verið eins nálægt að missa þolinmæðina yfir innfæddum rólegheitum eins og þarna. Þvílíkt og annað eins. Ekki færri en 8 manneskjur komu nálægt þessum kaupum og þegar ég á endanum komst út með vigtina og kvittunina, var kassinn með vigtinni með einn stimpil og tvo krossa og kvittunin með þrjá stimpla og fjóra krossa. Framkvæmdahraðinn er slíkur að manni fallast algjörlega hendur þegar hugsað er um hvað þeir eiga rosalega mikið ólært. En heim kom ég með vigtina og kom henni í gang. Með samblandi af spenningi og angist steig ég svo á gripinn; og fékk algjört áfall! Áttaði mig nú samt fljótt á að hún sýndi pund en ekki kíló,
EN SAMT!!! Sigfús kom heim rétt í því sem ég var að missa stjórn á mér og bjargaði snarlega geðheilsu minni (ekki í fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið!) með því að benda mér á að það ætti ekki bara að deila með tveim, heldur líka að draga 10% frá. Og ekki nóg með það, hann sá að hægt var að breyta fyrirbærinu þannig að það sýndi kíló en ekki pund. Öllu skárra, EN SAMT!!! Svo nú er tekið extra langur tími á göngu/hlaupabandinu og bætt við ferðum í lauginni! Verst að nú fer mig að vanta eitthvað til að lesa á bandinu, þar leyfi ég mér að lesa eitthvað annað en um heilabilun! Þær voru nefnilega ekki margar bækurnar sem lifðu af túrinn yfir hafið í vor. Svo nú er bara að puða og vona að eitthvað af þessu beri árangur og að nýja baðvigtin verði mér smámsaman vinsamlegri!! KNUS til ykkar allra.

Comments:
það er nú alveg hægt að senda þér nokkrar bækur eftir hann Arnald yfir hafið bláa.. eða kannski Harry Potter ef þú vilt ;)
 
Takk elkuleg; ég er búin að lesa allar bækurnar hans Arnaldar, en Potterinn hef ég ekki lesið enn!Silja frænka okkar Pálsdóttir Rindom reyndi að koma mér í að lesa hann í fyrra, en þá átti ég ekki hlaupabandið og fann því engann tíma til Potterlestrar!
 
Þá verðum við bara að bæta úr því ;)
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?