þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Ég er búin að vera hálflöt í gær og í dag! Þ.e.a.s. við alvöru vinnuna mína, en það er nú samt ekki eins og ég hafi bara setið með hendur í skauti mínu og gónt út í loftið. Í gær tók ég mig til og sinnti kryddjurtunum mínum sem hafa eins og svo margt annað orðið að lúta í minni pokann fyrir honum Tomma boy. Þessi tilraun mín hefur nú gengið svona misjafnlega, sumar kryddjurtirnar eru vel á veg komnar, aðrar hafa varla komið upp úr moldinni. En nú er allt komið í viðeigandi pottastærðir svo nú hlýtur eitthvað að fara að gerast.

Ég átt heilmikið eftir af orku, sem ég notaði til að hengja upp nýinnrömmuðu myndirnar okkar. þessi er í eldhúsinu, litrík og hressileg mynd sem sýnir alla ávexti og allt grænmeti sem vex/er ræktað á Jamaica. Svo undarlegt sem það nú er, þá er þetta enginn svaka fjöldi, tiltölulega fáskrúðigt verður að segjast. Flest af þessu vex bara villt, jamaicabúar kunna hreinlega ekki að rækta/nota nema brot af því sem við þekkjum. Hugsið ykkur bara; hér eru öll skilyrði eins góð og hugsast getur, sól og blíða og nægt vatn. Nei, nei, heldur en að rækta td. blómkál, brokkolí, púrru o.fl., er þetta flutt inn (frá Kanada, USA og jafnvel Ástralíu) og selt dýrum dómum í nokkrum súpermörkuðum og oft er þetta orðið handónýtt þegar það er komið í vesælann kæli búðanna. Lennti um daginn í að kaupa úldið brokkolí, lítið geðslegt! Já, er margt hægt að gera fyrir dugmikið fólk hérna á henni Jamaiku!
Comments:
þetta er falleg mynd, litskrúðug! Alveg ótrúlegt að enginn skuli hafa kennt þeim að rækta meira. Fínar kryddjurtirnar hjá þér, mínar fóru fyrir lítið í sumar vegna svalaframkvæmdanna, reyndi að forrækta en kassarnir urðu fyrir hnjaski og allt út um allt. Kveðjur í bæinn, Hafdís
Skrifa ummæli