
Ég fór að hitta innrömmunarmanninn í dag, þetta er húsið hans. Lítur ekki svo ílla út á mynd, er það nokkuð! Hann græddi nú ekki mikið á síðustu viðskiptum við mig, Vivet sagði mér að bara glerið hefði kostað 900 dollara og hann tók 1000 dollara fyrir inrömmunina. Enn nú er hann búinn að læra af reynslunni og hækkaði verðið um 50%, þannig að nú tekur hann 1500 fyrir stykkið! Samt voða ódýrt því þetta eru stórar myndir. Hann var ekkert fyrir að láta taka af sér mynd, var hræddur um að þetta færi í eitthvert "magazin". Hann var sko búin að frétta hjá Vivet að ég ætti tölvu! En ég samdi við hann um, að ef handverkið yrði eins gott og síðast, myndi ég borga pínu meira og svo fengi ég að taka af honum mynd. Þetta var innsiglað með jamaicönsku handabandi. Annars er það helst að frétta frá Ironshore, að löggann skaut mann hérna í næstu götu um helgina. Þetta var einn af þessum "vondu mönnum" eins og Barry kallar það, þ.e.a.s. þjófur. Það er ekki tekið á þeim með neinum silkihöndum, ekkert verið að spyrja hvaða erindi þeir eiga inn á ókunnuga lóð, eða reynt að tala þá til, þeir eru hreinlega skotnir á staðnum. Hafi aðstandendur viðkomandi ekki sótt líkið innan sólarhrings (hann bara liggur og bíður), fer allt eftir því sem Barrry sagði, "vondi maðurinn" er brenndur og öskunni dúndrað einhversstaðar á afvikinn stað. En í þessu ákveðna tilfelli var einhver sem lét sig málið varða, allavega var líkið fjarlægt þegar líða fór á morguninn. En um leið hefur aðstandandinn þurft að borga lögguni fyrir kúluna sem þjófurinn féll fyrir, það er sko ekkert verið að gera þetta ókeypis. Já, svona gerast nú kaupinn á eyrinni! En annars ætti ég nú ekki að vera að segja svona sögur, nóg er nú samt leiðindaumtalið um Jamaica á Norðurlöndunum. Og eins og þið vonandi hafið séð, er mestmegnis gott fólk hér. Auðvitað eru "vondir menn" á Jamaica eins og annars staðar. Farið vel með ykkur.