fimmtudagur, ágúst 24, 2006
En það voru ýmsir aðrir heima í götunni, m.a. stóra systir Vivet sem býr við enda götunnar. Þegar ég hef keyrt Vivet heim, flykkist fólkið út til að hreinlega held ég skoða mig! Og allir svona voða vinalegir, heilsa mér með virktum og segjast "hafa heyrt SVO mikið um mig"!! Og svo hlægja þau, hvað sem svo það nú þýðir! Sá Vivet fyrir mér sitjandi á tröppunum (húsið hennar er í bakgrunni), með alla nágrannana í kringum sig segjandi sögur af okkur Sigfúsi! Ég held þeim finnist við svolítið skrítin, en á góðann hátt. Eins og sést er Vivet búin að fá gleraugu (hún er sú í brúnu) sem fara henni svona ljómandi vel. Ég var nú búin að hugsa mér að fá sent eitthvað af "Føtex"gleraugunum mínum handa henni, en hún var búin að panta þau og er voða ánægð. Hún sagði mér að ef hún heði ekki fengið vinnu hjá mér hefði hún ekki getað keypt gleraugun og eins og hún sagði: "það tekur mig bara tvær vikur að vinna fyrir þeim". Ég er auðvitað ánægð með að hafa stuðlað að betri sjón hjá þó ekki væri nema einum jamaicabúa. En ég sendi Mr. Daddy skilaboð um að ég ætti eftir að koma og taka ag honum mynd!