.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 02, 2006



Ég fór á voða skemmtilegann markað í dag. Þetta var í Falmouth, litlum bæ sem er ca. 30 mín. keyrslu frá MoBay. Þetta var svo greinilega "heimamannamarkaður", ég og norðmennirnir þrír vorum einu útlendingarnir þarna. Mest var þetta fatnaður og skór, en líka gitt og þetta "gagnlegt" dót til heimabrúks. (pottar, pönnur, druslur, sjámpó og saltfiskur svo fátt eitt sé nefnt!) Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á gífurlega stóru svæði, var allt afslappað og þægilegt og það var ekki að sjá að þeim fyndist við eitthvað öðruvísi! En þvílíkt róðarí! Þarna ægði öllu saman og troðningarnir á milli básanna voru eitt drullusvað eftir rigningar síðustu dagana. Við versluðum lítið sem ekkert, þetta var nú ekki alveg okkar stíll! Þó voru þarna nokkrir skór sem ég hefði alveg getað hugsað mér! En það var gaman að sjá hvað fólkið var að kaupa. Við fengum þannig smá innsýn í daglegt líf og þarfir fólksins í bænum og verðlagið var svolítið annað en það sem sést "down town"!!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?