.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Ég var að skrifa fyrstu setninguna í síðasta kaflanum. Í síðasta kafla bókarinnar veltir Kitwood fyrir sér, hvaða þýðingu breytingin á viðhorfum til fólks með heilabilun og þeirra einkenna sem fylgja sjúkdómunum hafa fyrir menningarlegt samfélag okkar. Á ferðalaginu sem ég verið á með Tom Kitwodd síðustu vikur og mánuði, hef ég stundum velt fyrir mér hvernig honum hefði liðið með þær (litlu) breytingar sem hafa orðið síðasta áratuginn. Þegar ég sjálf hef verið hvað mest leið yfir hversu skammt við erum komin, miðað við vonir Kitwoods þegar hann skrifar bókina fyrir 10 árum, hef ég hugsað að það var kannski eins gott að hann lifði ekki að upplifa það. Hann hefði orðið svo sorgmæddur! En nú er ég (næstum!) viss um að ég klára þetta geggjaða verkefni sem ég ákvað að taka að mér; bókin skal koma út á Íslandi eftir áramótin!! En það er mikil vinna eftir enn, ég er sko ekki aldeilis komin í neitt frí!

Ég þurfti að bregða mér á læknaklínikkina í dag. Það er komin sýking í nokkur af fjölmörgum moskítóbitunum á mér. Ég var svo drjúg með mig fyrst eftir að ég kom aftur til Jamiaca, fékk engin bit í næstum hálfan mánuð og hélt að nú væri ég orðin ónæm fyrir kvikindunum. En nei, ónei! Það tók þær bara þennan tíma að fatta að ég væri komin aftur. Og þvílík græðgi og þvílík matarlyst. Ég geri allt sem mér er mögulegt til að halda þeim frá mér, en án árangurs. Núna var ég meira að segja með bit í hlustinni! Já, inn í hægra eyrað á mér hafði einni tekist að bora sér og ná í smá blóðdropa. Sömuleiðis hefur annar þumallinn orðið fyrir árás og ég nenni ekki einu sinni að tala um hvernig fótleggirnir eru. Ég sef undir neti, ég er sprayuð í bak og fyrir, en allt kemur fyrir ekki. Og þó ég færi nú í öfgarnar og klæddi mig í síð föt með löngum ermum; þá eru alltaf haus og hendur "útbyrðis", svo það múslimskar fatavenjum myndu ekki hjálpa neitt. Hvernig ætli það sé annars; ætli múslímskar konur fái moskítóbit? Þetta verður sjálfsagt bara að vera hluti af lífinu mínu á meðan ég er hér á Jamaica; og ég vel heldur að fara á antíbíótikakúr þrisvar til fjórum sinnum á ári, en að fara að konventera til múslímskar trúar!
Hafið það sem best elskurnar, KNUS

Comments:
eg held að muslimskar konur verði lika bitnar, það bara sest ekki a þeim utaf öllum fötunum... annars veit eg nakvæmlega hvernig þer liður.. hefuru profað B- vitamin töflur? þær virkuðu fyrir mig..
 
Takk fyrir sympatí-ið elskuleg! Búin að prófa B-vítamín; hafði engin áhrif á mig!KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?