miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Í gær var almennur frídagur á Jamaica, "afhlekkjunardagurinn" . Þennan dag 1844 urðu jamaikanskir þrælar frjálsir. Þetta er greinilega MIKILL frídagur, það var hvergi opið og enginn maður með sómatilfinningu lét sjá sig við störf af nokkru tæji. Eftir viku er svo þjóðhátíðardagurinn þeirra, 1962 varð Jamaica sjálfsætt ríki í Breska sambandslýðveldinu. Verður fróðlegt að
sjá hvort það er eins rosalega mikill frídagur og var í gær.
Brúðhjónin Caroline og Jimmy buðu til BYO veislu á ströndinni í gær. BYO þýðir "bring your own"!! þ.e. allir komu með sitt kjöt sem Caroline grillaði með miklum tilfæringum og með dyggri aðstoð Olivers sem var orðinn vel sveittur undir lokin! Því miður var ekki nógu gott veður, rigndi öll ósköp rétt þegar við vorum að byrja, en auðvitað var áfram hlýtt og notalegt.
Einn af þeim innfæddu kom með þær stærstu rækjur sem ég hef á æfinni séð, ca. 15-20 sentimetrar; og þetta voru rækjur! Ekki minihumar eins og sumir héldu!
Afskaplega huggulegt og svo kom Óli íslendingur með pakka frá Hafdísi, en hann var að koma úr fríi á Íslandi. Hrískúlur og hvaðeina! Namm! Takk Hafdís mín! Ætla að bregða mér til næsta bæjar á eftir, var búin að lofa norðmönnum sem eru hér í heimsókn að sýna þeim eitthvað í nágrenninu. Það er víst einhver rosa markaður þar á miðvikudögum. Verður fróðlegt að sjá.
sjá hvort það er eins rosalega mikill frídagur og var í gær.Brúðhjónin Caroline og Jimmy buðu til BYO veislu á ströndinni í gær. BYO þýðir "bring your own"!! þ.e. allir komu með sitt kjöt sem Caroline grillaði með miklum tilfæringum og með dyggri aðstoð Olivers sem var orðinn vel sveittur undir lokin! Því miður var ekki nógu gott veður, rigndi öll ósköp rétt þegar við vorum að byrja, en auðvitað var áfram hlýtt og notalegt.
Einn af þeim innfæddu kom með þær stærstu rækjur sem ég hef á æfinni séð, ca. 15-20 sentimetrar; og þetta voru rækjur! Ekki minihumar eins og sumir héldu!
Afskaplega huggulegt og svo kom Óli íslendingur með pakka frá Hafdísi, en hann var að koma úr fríi á Íslandi. Hrískúlur og hvaðeina! Namm! Takk Hafdís mín! Ætla að bregða mér til næsta bæjar á eftir, var búin að lofa norðmönnum sem eru hér í heimsókn að sýna þeim eitthvað í nágrenninu. Það er víst einhver rosa markaður þar á miðvikudögum. Verður fróðlegt að sjá.
Comments:
Skrifa ummæli