laugardagur, ágúst 19, 2006
Það hefur verið slíkt kappið í mér síðustu dagana, að enginn tími hefur verið til að blogga. Í gær; nánar tiltekið kl. 11.58 að staðartíma lauk ég við að þýða síðustu setninguna í síðasta kafla bókarinnar!!! Eftir rúmlega 117 síðna rökfærslur fyrir bættri umönnun fólks með heilabilun, var líkast hegiathöfn að skrifa:
"Á ólíklegustu stöðum getur sprottið upp lind orku og samúðar og hér, ef miðað er við hefðbundnar geðlækningar, fáum við ómælanlega meiri og ríkari skilning á heilun sálarinnar"! Hann er bara flottur hann Tom Kitwood! Þrátt fyrir mikinn létti, greip mig undarlega tilfinning þegar ég lagði frá mér bókina, sambland af rosalegri þreytu, tómleika og söknuði. Kitwood hefur verið daglegur förunautur minn síðan fyrstu daga júnímánuðar og á hverjum degi hef ég fengið eina eða fleiri "a,ha" upplifanir, lært eitthvað nýtt og heyrt eitthvað nýtt. Auðvitað er ég búin að lesa bókina áður og suma hluti hennar mörgum sinnum. En aldrei á þennann hátt, frá orði til orðs og velta hverri einustu setningu fyrir mér fram og aftur. Svo var ég líka bara búin að lesa dönsku þý
ðinguna og það er sko svolítið annað en að kafa niður í frumtekstann. Svo er bara að vona að öllum öðrum finnist Kitwood jafn æðislegur og mér finnst hann vera! Í tilefni áfangans fórum við Sigfús út og borðuðum á einum af betri stöðum bæjarins, æðislegur matur og voða fyndin lifandi músík! Þessi Rasta mann söng Bob Marley lög af mikilli innlifun og gítarleikarinn tók annað slagið undir með rosalega skrækri rödd. Ég var alveg að kafna úr hlátri, en stillti mig nú og sýndi viðleitninni mikla virðingu! En ameríkanarnir sem sátu við næst borð voru ekki eins háttvísir, hlógu upp í opið geðið á "listamönnunum" og gáfu þeim ekkert þrjórfé. Dónar og nískupúkar!
Ætla að taka "Kitwood-lausa" helgi, er að fara í strandafmæli á eftir og svo ætla ég spreyta mig við humarmatargerð í kvöld. Hef aldrei eldað humar, verður spennandi að prófa. Humarinn er keyptur beint af fiskimanninum og sem betur fer tók norski Per hann fyrir okkur og stakk þeim snarlifandi í fyrstinn hjá sér. Mér hefði óað við að koma þeim lifandi í pottinn, held ég! Annars er ótrúlegt hvernig maður getur vanist nánast öllu. Hafið góða helgi elskurnar, KNUS
"Á ólíklegustu stöðum getur sprottið upp lind orku og samúðar og hér, ef miðað er við hefðbundnar geðlækningar, fáum við ómælanlega meiri og ríkari skilning á heilun sálarinnar"! Hann er bara flottur hann Tom Kitwood! Þrátt fyrir mikinn létti, greip mig undarlega tilfinning þegar ég lagði frá mér bókina, sambland af rosalegri þreytu, tómleika og söknuði. Kitwood hefur verið daglegur förunautur minn síðan fyrstu daga júnímánuðar og á hverjum degi hef ég fengið eina eða fleiri "a,ha" upplifanir, lært eitthvað nýtt og heyrt eitthvað nýtt. Auðvitað er ég búin að lesa bókina áður og suma hluti hennar mörgum sinnum. En aldrei á þennann hátt, frá orði til orðs og velta hverri einustu setningu fyrir mér fram og aftur. Svo var ég líka bara búin að lesa dönsku þý

Ætla að taka "Kitwood-lausa" helgi, er að fara í strandafmæli á eftir og svo ætla ég spreyta mig við humarmatargerð í kvöld. Hef aldrei eldað humar, verður spennandi að prófa. Humarinn er keyptur beint af fiskimanninum og sem betur fer tók norski Per hann fyrir okkur og stakk þeim snarlifandi í fyrstinn hjá sér. Mér hefði óað við að koma þeim lifandi í pottinn, held ég! Annars er ótrúlegt hvernig maður getur vanist nánast öllu. Hafið góða helgi elskurnar, KNUS