.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 08, 2006



Þjóðhátíðardagur Jamiaca var haldinn hátíðlegur á Taylor Road í gær, þá voru 44 ár síðan landsmenn kusu sig frjálsa frá Bretum. "Bretarninr voru dauðfegnir að losna við okkur" sagði Monika! Ég vissi fyrst í gær að Cayman eyjarnar voru undir Jamaica þangað til 1962, þeir völdu aftur á móti að vera áfram undir bretum og hafa því ekkert með Jamaica að gera lengur. En við fögðuðum frelsi Jamaica með 3 nágrönnum okkar og borðuðum íslenskann saltfisk, sem þeim þótti afskaplega góður. En fannst samt svolítið skrítið að hann var beinlaus. Þeirra saltfiskur er sko ekkert nema bein!

Ég er loksins búin að finna út úr hvað "dýrið" í forstofunni er. Það sem ég hélt að væri einhverskonar engispretta, eða allavega eitthvað skordýr; þetta var froskur! Pínulítið kvikindi sem gefur frá sér þessa svakalegu smelli! Okkur tókst að koma auga á einn sem kúrði undir burknanum, allt í einu sá ég hann og horfðist í augu við tvö kolsvört augu á stærð við títiprjónshausa. Ég gusaði úr eiturbauknum ógurlega og það varð dauðaþögn (í orðsins fyllstu merkingu!!). En ekki leið á löngu áður en smellirnir hófust að nýju, það var bara kominn annar! Það væri að æra óstöðugari manneskjur en okkur Sigfús, að reyna að slást við þessi kríli, þau eru í þúsunsavís á þessum tíma. Þetta fylgir víst regntímabilinu. Tommi boy heldur mér vel við efnið, þetta mjakast hjá mér og sé ég nú fyrir endann á fyrstu törninni sem er sjálf þýðingin. En eftir að hafa barist við eina málsgrein (10 línur!) í hálfann dag, verð ég að viðurkenna að hugarþreyta gerði vart við sig! "Hann er nú bara ekki í lagi ,maðurinn" tautaði ég margoft og skildi enn og aftur ekkert í sjálfri mér að hafa byrjað á þessu verkefni! En svo fann ég "pointið" í þessu og fylltist bjartsýni: kannske tækist þetta bara að lokum! Við Sigfús erum boðin í voða fína veislu um næstu helgi, maður þarf að vera rosalega fínn, síðkjólar "og allers". Ég á ekkert svona, bara fullt af skóm (þar á meðal "landstjóraskórnir frægu!) en það er víst ekki nóg. Svo að Miss Monika ætlar að fara með mig í bæinn á morgun og finna "anstændig" föt handa mér! Þar verður nú eitthvað skrítið, hún klæðir sig svolítið konulega hún Monika!


Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?