.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 20, 2006


Ér er nú orðin ýmsu vön hvað viðvíkur hreinsun sundlaugarinnar á morgnana, hin og þessi dýr hafa yfirleitt brotlent þar í næturmyrkrinu eða snemmmorguns. En í morgun tók ástandið út yfir allan þjófabálk, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum; þessi svaka krabbi skreið eftir botni laugarinnar og virtist una hag sínm hið besta. Ég hef séð svona krabba vera að þvælast niður á vegi, en sá vegur er rétt við sjóinn þannig að það er ekki óeðlilegt, en hér á Taylor Road og í "minni" sundlaug! Sá hefur aldeilis villst af leið! Ég hóf nú samt sundið, en gaut auginum á dýrið í hverri ferð yfir laugina og gætti þess að tilla ekki niður tá. Krabbinn hljóp eftir botninum, hélt hann að ég væri að leika við sig? Var hann keppa við mig? Hvernig kemur maður krabbadýri upp úr sundlaug? Ég var ekki búin að finna neina lausn þegar Sigfús kom galvaskur til að synda, sem betur fer, er sunnudagur og hann því heima. Ég hef ekki mikla reynslu af krabbaveiðum, þrátt fyrir að ég hafi nú róið til fiskjar á mínum yngri árum. Sigfús sá strax að krabbinn mundi hafa skriðið á lyktina í gærkvöldi þegar við vorum að elda humarinn ( sem var rosalega góður!) og haldið að hér væri sjórinn, séð sundlaugina og : "splask" demt sér í! Við stóðum og góndum á krabbann þeytast um botninn og nú voru góð ráð dýr. Ekki áttum við neinn háf eða annað sem okkur fannst sennilegt krabbaveiðifæri og það besta sem okkur datt í hug í fyrstu atrennu var tupperware steikingartöngin mín, sem reyndist með öllu ónothæf. Krabbinn réðst bara til atlögu við töngina sem náði engu taki á honum. Þeir áttust við þarna um stund, Sigfús og krabbinn og ég fylgdist grann með , hvatti minn mann (auðvitað að hniga niður úr hlátri!) en allt kom fyrir ekki, Sigfús kafaði og krabbinn otaði sinni stóru kló að honum, hvorugur vildi gefa sig. Ég sótti nú fötu og sóp og nú fór eitthvað að gerast. Sigfúsi tókst
að sópa krabbanum að tröppunum og koma honum þar í fötuna. Krabbinn barðist um og ætlaði sko ekki að gefast upp, sló frá sér með klónum og eins og sjá má, starði hann á mig útstandandi augum. Smá svona óhuggulegt, er ógeðslega fyndið! Viðureigninni lauk sumsé með sigri Sigfúsar sem sturtaði úr fötunni yfir á næstu lóð. Það væri mátulegt á þessa náunga sem eru að svíða stóra tréð til dauða, að fá krabbaklóna í tærnar á sér! En við Sigfús hlóum mikið af hvað nágrannarnir héldu þegar þeir sæu okkur koma úr sundi með steikingartöng, kúst og fötu!

En ósköp var ég fegin að Sigfús var heima! Verður sjálfsagt smábið þangað til við fáum okkur krabbakjöt!

Comments:
Já ég veit! Bæði þetta með þrjóskuna í krabbanum og tímasetninguna! Hélt ekki ég gæti hvorki breytt krabbanum eða tímanum! KNUS
 
Það var auðvelt að breyta tímasetningunni, reyni ekki við krabbann; þeir eru fínir eins og þeir eru! KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?