.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 21, 2006

Um jólin árið 1831 gerðu þrælar á Jamaica uppreisn. Um alla eyjuna tóku þrælarnir sig saman og brenndu niður hús eiganda sinna, plantekruhöfðingjanna, svo kölluð "Great House". Þó með einni undantekningu; Greenvood Great House sem breti nokkur "honorable" Richard Barret byggði 1780. Fjölskylda hans hafði flutt hingað rúmlega 100 árum áður og greinilega var þetta fólk ögn öðuvísi en annað yfirfólk á þessum tíma. "Honorable" Barrett braut allar venjur samtímans og menntaði sína þræla og var þeim almennilegur. Þetta launuðu þrælar hans honum með því að þyrma "greithásinu" hans í uppreisninni. Hann átti á þessum tíma u.þ.b. 2000 þræla sem púluðu á sykurreirökrunum og í öðru á þessarri gríðarstóru landareign. En vegna þessarrar framsýni hins "honorable" plantekrueiganda, er Greenwood Great House eina hús slíkrar tegundar sem til er á Jamaica frá þessum tíma. Síðar voru byggð önnur sem standa ennþá. Þetta Great House stendur upp í hlíðunum ca. 10 km. austur af Mobay og þangað fórum við í gær. Það hefur ekki verið kastað til höndunum við byggingu hússins, það stendur enn í upprunalegri myns og það sem meira er, það er búið í því. Innfædd hjón keyptu þetta, "madness" sagði eigandinn en brosti þó um leið og hann sagði þetta! Og þarna búa þau, innan um sögufrægar mublur, listaverk, tæki og tól sem minna á þrælahaldið, sofa í 200 ára gömlum rúmum og sitja í enn eldri útskornum stólum. Á verandanum sem er næstum 30 metra langur, er þvílíkt útsýnið og þar standa eldgömul sólhúsgögn og "teborð". Húsið er opið fyrir gesti alla daga, sé fyrir mér handaganginn að koma sér á fætur, fjarlægja allt sem sýnir að þarna búi fólk og gera húsið klárt fyrir gesti. Eini staðurinn sem ekki er opin fyrir alla er eldhúsið þeirra. En það var fyrndið að sjá inn í einn af ótalmörgum risastórum skápum í húsinu, þar var sjónvarpi haganlega fyrirkomið! Elshúsið var áður í húsi við hliðina og stígurinn að aðalhúsinu var kallaður "hvíslstígurinn" því þar máttu þrælarnir ekki tala upphátt, bara hvísla! Meðal þess sem þarna er að finna, er fjöldinn allur af undarlegum sjálfvirkum hljóðfærum og flest virka þau enn. Litla leiðsögukonan okkar söng "Daisy" hátt og snjallt við undirleik upptrekts orgels.
Þrælar gengu jú kaupum og sölum og þeir fengu þá ekki aðeins nýjan húsbónda, heldur líka oftast nær nýtt nafn. Stórt skjal á einum veggnum sýnir lista yfir eigur palntekrunnar og þar á meðal nöfn þeirra þræla sem, að sjálfsögðu tilheyrðu eignunum. Þar má sjá allskonar skrítin nöfn, m.a. "Bob Trouble", altso "Bubbi Vandræði"! Sá hefur sjálfsagt verið ósáttur við hlutskipti sitt og skal engann undra. Þarna var líka að finna svart járnferlíki, það var mannagildra sem þrælar sem reyndi að flýja voru settir í og stillt út öðrum til viðvörunar. Algjört pyntingartæki. Þrátt fyrir viðleitni þrælanna 1931, liðu mörg ár þangað til þeir fengu frelsi; eða þar til 1844. Hugsið ykkur, bara 100 árum áður en Íslendingar urðu sjálfstæðir. Þrátt fyrir sól og hlýjann ágústvindinn var hrollur í mér þegar ég yfirgaf Greenwood Great House, þvílíkt líf sem þessum manneskjum var boðið uppá. Þó var þetta eins og ég sagði, besti staðurinn á Jamiaca hvað þrælahaldi viðvíkur.
En ég verð nú bara að skjóta hérna inn; Það er ekki lengur þrælahald á Jamiaca í þeim skilningi, en vitiði hvað hjúkrunarfræðingur hefur í laun fyrir fulla vinnu? 36.000 íslenskar krónur á mánuði og þá á eftir að borga allt; þar á meðal námið sem þeir þurfa sjálfir að kosta. Þetta er nú bara ekki hægt!
PS. Nú er ég búin að fatta hvernig á að breyta tímanum á blogginu svo framvegis ætti þetta að koma fram á jamaikönskum staðartíma ! KNUS til ykkar allra.

Comments:
Þetta hefur verið sterk upplifun hjá ykkur og hvað þrælahald viðgekkst lengi. En pæliði í því hvað margt annað ljótt er enn í gangi í heiminum í dag sem ekki hefur tekist að uppræta enn og árið er 2006. Kveðjur, Hafdís.
 
Orð að sönnu elsku systir! Það er hollt að staldra við og velta svona löguðu fyrir sér. KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?