sunnudagur, september 24, 2006

Það er búið að gerast svo mikið síðustu tvo sólarhringana að það er efni í vikublogg - eða meira! Rosalega gaman! Við vorum eina nótt í Negril og bjuggum í litlu kofahúsi alveg á ströndinni - þetta er útsýnið frá verandanum,
ekki amalegt!
Negril er algjör paradís, veður, umhverfi og ströndin sem var mikið notuð, seint kvöld og snemmmorguns.

Við Guðbjörg í kvöldsundi, sólin var að setjast og við ætluðum ekki að hafa okkur upp úr! Vorum orðnar algjörar rúsínur!
En svo vorum við komnar í sjóinn aftur um 7 leitið næsta morgun!

Vórum vel útiteknar eftir strandveruna! Þótt skömm sé frá að segja; þá var þetta fyrsta alvöru strandferð okkar Sigfúsar. Þurfti Guðbjörgu til að koma mér á bragðið, en nú er ég fallin, sjórinn er meiriháttar!

Guðbjörg sem er þræl"strönduð" eftir góða sumarið í Kaupmannahöfn og nýja Amager Strandpark komið út í kl. 7!
Fjárinn sjálfur! Nú vill bloggið ekki taka fleiri myndir inn...í bili
þetta verður að nægja...í bili!
Comments:
Skrifa ummæli