.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, september 11, 2006

Það er nokkuð ljóst að froskurinn sem gisti paprikuplöntuna mína á dögunum var ekki prins í álögum. Á nokkrum dögum visnaði plantan sem hafði borið af öðrum plöntun hvað grósku og heilbrigði snerti og heyrir hún nú fortíðinni til. En eitt er víst; ég kem ekki til með að kyssa frosk hér né annarsstaðar, þeir eru greinilega ekki góðir fyrir heilsufarið!
Svona lærir maður nú smátt og smátt á náttúruna hérna og venst flestu. Maður venst og lærir að takast á við ormana sem stundum kúrra sig í skónum manns, maurana sem hundruðum saman storma í skipulögðum röðum í sinni desperat matarleit, stóru froskana sem pissa í paprikuplöntuna og þá litlu sem smella og garga í forstofunni, skrítnu marglitu flugurnar sem koma stundum inn, jafnvel moskítóinu venst maður upp að vissu marki. En einu hvorki get ég né vil venjast, það eru kakkalakkarnir! Þeir eru bara svo ferlega ÓGEÐSLEGIR!!! Sem betur fer er ekki mikið af þeim í okkar nánasta umhverfi (fyrir utan þá sem drukna í sundlauginni!), en þó er alltaf einn og einn sem slæðist inn í húsið mér til mikillar armæðu. Auðvitað veit ég vel að þeir eru út um allt og að þeir eru hættulausir, en samt! OJ,BARA!! Margir hverjir eru líka svo stórir og feitir, enda spara ég ekki eitrið á þá, ég hreinlega drekki þeim!



Laugardagseftirmiddaginn skruppum við í "housewarming" í það sem ég kalla "Det danske Greathouse", meiriháttar fínt hús sem ungt danskt par leigir og þvílíkt útsýni! Þetta er líka það hátt upp í hlíðunum að það blæs alltaf svona þægilegum gusti þarna. Ef við þurfum að flytja, sem við vonum svo sannanlega að við þurfum ekki, þá förum við þarna "uppeftir"!! En auðvitað er enginn Barry þarna og engin Miss Monika!
Við vorum nú ekki lengi þarna, því við áttum von á kallagestum í grill og sögusagnir á Taylor Road. Það fór allt vel fram!

Ég paufast áfram við endurtekstun og bíð eftir "fíbakkinu" frá íslensku snillingunum sem ætla að gefa mér góð ráð. Þarf eiginlega að skreppa í bæinn til að kaupa mér nýja "hlaupaskó", er búin að spæna joggingskóna mína upp í frumeindir á motionsbandinu! Kannski ég gefi mér bara tíma til þess! KNUS í öll hús.

Comments:
mér sýnist þessi planta líta svipað út og þessar fáu hræður sem ég hef reynt að halda lífinu í.. en það voru víst öngvir froskar sem drápu þær, bara ég sjálf ;).. verð síðan að fara að plana ferð til þín, get ekki beðið eftir að koma í heimsókn ;)
 
Nei Guðbjörg mín, þetta er hún Caroline sem Steffan var nýbúinn að hrinda útí! Ekki fallegt af honum!
 
Eins og ég hef sagt áður Sigrún mín; vertu velkomin!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?