.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 14, 2006


Það er víst að koma haust á Jamaica. Litirnir eru að breytast, sum tré farin að fölna og önnur að spretta. Þessi runni er í garðinum hjá okkur, búinn að vera óskup fallegur, grænn og ræktarlegur. Síðustu vikurnar hefur hann svo tekið þetta líka litla stökkið og er nú þakinn þessum fallegu rauðu blómum. Kannski stendur þetta til jóla? Þetta er sko ekta jólarunni!







Þessir runnar eru meðfram veggnum sem skilur okkur frá "trjámorðingjalóðinni". Allt í einu eru þeir farnir að blómstra á fullu. Mér hefur nú fundist þeir svona hálfræfilslegir og orðaði það við Barry einhverntímann í sumar. "later, later" sagði Barry íbygginn! Og nú er þetta "later" geinilega komið!

Þessi nýji blómstrandi tími laðar að sér alveg nýja dýraflóru, nú er allt krökkt af fiðrildum í öllum regnbogans litum og Doctor Bird er aftur mættur á svæðið. Litlu kólobrífuglarnir eru voða hrifnir af þessum appelsínugulu blómum og þeytast þarna um með pínulitlu vængjunum sínum.
Haustinu fylgja líka trobikalstormarnir, núna eru Gordon og Helene að þenja sig út á hafi. Eins og sannur Íslendingur sem ég auðvitað skeytin daglega, en ekki til að sjá hvort rignir eða snjóar á næstunni, núna fylgist ég með hvort einhver fellibylurinn stefnir í áttina til mín! Það er margt sem er öðruvísi í daglegu lífi manns þegar búsetan er á þessarri breiddargráðu!
Nú eru að berast upplýsingar frá sérfræðingunum sem eru mér hjálplegir við "vafaorðin" í þýðingunni, svo endapunkturinn nálgast óðfluga! Góð tilfinning!

Comments:
Hæ, mikið eru þessi runnar fallegir, hér eru reyniberin að roðna og hellirignir í logni og hlýtt úti. Já fylgstu vel með fellibylja skeytunum! Knus, Hafdís.
 
Reyndu að halda í haustlitina þangað til ég kem! Það er sko fátt eins fallegt og íslenskir haustlitir (nema ef vera skyldi þeir dönsku!Nei, nei, bara að grínast!!) KNUS
 
hvenær kemuru heim?
 
Hæ smukke! Kem til Íslands ca. lok okt - byrjun nóv.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?