.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 03, 2006

Það eru mörg Greathouse á Jamaica frá tímum plantekru og þrælahalds. Sum eru niðurnídd, en öðrum er haldið vel við og segja sögu þessa tíma bæði á góðann og miður góðann hátt. Ég hef áður bloggað um heimsókn okkar í Greenwood Greathouse, í dag fórum við og skoðuðum Rose Hall Greathouse. Það var byggt um 1770 og var aðal partýhús eyjarinnar á þeim tíma. Seinna bjó í húsinu kolbrjáluð blóðþyrst hefðarkona, Annie nokkur Palmer, sem drap 3 eða 4 eiginmenn sína og fjöldann allann af elskhugum. Hún tók gjarna einhver þrælinn sem elskhuga, þegar hún var búin að fá nægju sína af þeim, drap hún þá og lét svo nokkra þræla drösla líkinu í gegnum leynigöng sem lágu niður á strönd og grafa þá þar. Þegar þeir komu til baka, lét hún aðra þræla bíða eftir þeim í göngunum og drepa þá. Á endanum var hún sjálf myrt af einum þrælaelskhuganum. Þetta voðakvendi var líkamlega algjör písl, undir 150 cm. á hæð. En það stóð ekki fyrir henni og enginn veit nákvæmlega hversu marga hún myrti, bara að þeir voru margir! Hún var í fyrstu grafin á landareigninni, en seinna grafin upp og beinunum komið fyrir í þessarri svaka steinkistu sem er þrískipt og beinunum brenglað á milli hólfanna sem voru þakin krossum. Þetta átti að stoppa þann magnaða draugagang sem var í húsinu og eitthvað hefur hann rénað, allavega fram að kl. 18.00! Þá fer víst allt á fullt og skyldi engann undra. Þeir eru sko margir sem hafa endað æfi sína í þessu húsi og allir í svefnherbergunum á eftur hæðinni. Neðri hæðin er víst nokkrunveginn
draugalaus, en eins og "gædastúlkan" sagði: "Annie vildi aldrei fá neinn inn í húsið eftir kl. 18.00 og við sjáum til þess að allir séu komnir út kl. 17.45. Örðuvísi getum við ekki ábyrgst öryggi þeirra"!


Reynt hefur verið að koma á kreik sögum um að þrælarnir hafi þyrmt þessu "Greathouse" í þrælauppreisninni 1831. Sögusagnirnar eru að þeir hafi ekki þorað að brenna húsið, af ótta við að fá anda "The White Witch" og allra dauðu mannanna hennar á eftir sér. En húsið var örugglega brennt, með eða án drauga. Og ekki var nú farið vel með þrælana þarna, frekar en annarstaðar. Til að fyrirbyggja flótta þeirra var svona bjarnargildrum komið fyrir á landareigninni, utan við það svæði sem þrælunum var "leyfilegt" að ganga á. Það er hægt að ímynda sér hvað hefur gerst ef einhver þeirra hefur reynt að komast fram hjá þessum gildrum sem voru fluttar fram og til baka svo þrælarnir vissu aldrei hvar þær var að finna. Ég verð svo ofboðslega miður mín þegar verið er að tala um þrælahaldið, ég fer algjörlega í baklás. Ég hlýt að hafa verið þræll í einhverju af mínum fyrri lífum, það er hreinlega ekki eðlilegt hvernig þetta verkar á mig! En það er náttúrulega ekkert sem heitir "eðlilegt" ef hugsað er til þess, að mannlegar, skyni gæddar verur hafi gengið kaupum og sölum og verið meðhöldlaðar ver en skepnurnar. Mér kæmi ekki á óvart þótt einhverjir af draugunum í "greithásunum" á Jamaica (og örugglega víðar) séu andar þrælanna sem dóu af íllri meðferð.

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?