föstudagur, september 29, 2006

Þetta er hann Bjarki Örn Arason með nýju eyrun sín. Ekkert smá sætur!! Mér finnst nú eins og þeir hafi gert eitthvað meira við hann þessa elsku, hann lítur svo fullorðinslega út á þessarri mynd! En það er líka orðið agalega langt síðan ég sá hann, alltof langt. Hlakka ellert smá til að heimsækja þau í Lofoten og það fer nú að styttast sem betur fer.
Á morgun förum við Sigfús til San Fransico í langþráð 12 daga sumarfrí. Tókum ammerísku skeytin í gærkvöldi og það er skítakuldi þarna í henni Kaliforníu. Við erum náttúrulega ekki með nein vetrarföt hérna, en eftir því sem við best sjáum verður allavega þörf á hlýjum haustfötum. Og ég sem hélt að það væri alltaf sumar í Kaliforníu? En það eru víst einhverjar búðir í San Fransico, svo þetta hlítur að reddast hjá okkur!
Comments:
Vildi bara kvitta fyrir komuna á síðuna þína og óska ykkur góðrar ferðar til San Francisco.
Er nokkuð þörf á hlýjum fötum í Ameríkunni?
Þarf nokkuð meira en bara blóm í hárinu þegar maður fer til San Francisco?!?!?
Segir ekki textinn í einhverju gömlu dægurlagi "if you´re going to San Francisco be sure to wear to some flowers in your hair..."
hilsen,
Kristján St.
Skrifa ummæli
Er nokkuð þörf á hlýjum fötum í Ameríkunni?
Þarf nokkuð meira en bara blóm í hárinu þegar maður fer til San Francisco?!?!?
Segir ekki textinn í einhverju gömlu dægurlagi "if you´re going to San Francisco be sure to wear to some flowers in your hair..."
hilsen,
Kristján St.