föstudagur, september 01, 2006

Ég er alltaf að gera nýjar og nýjar dýra- og fugla uppgövanir. þegar ég var í sundi í morgun sat svona fugl á veggnum og góndi á mig. Nú var ég ekki með myndavélina með mér í lauginni, svo þessi mynd er "lánuð" frá netinu. Þetta er "Savanna Blackbird" eða "Tick bird" eins og hann er kallaður hér. Ferlega fyndinn fugl, með páfagauksnef og voða speggulegur! Í fuglabókinni minni er sagt að þeir séu í flokkum, en ég hef bara séð einn og einn vera að dinglast hérna í garðinum. Kanski hafa þeir villst frá "flokknum"?!! En þeir eru varir um sig, erfitt að ná af þeim mynd. Sama var um ugluna sem tyllti sér niður rétt hjá mér um daginn, hún góndi á mig smástund og svo var hún farin. Ég skil nú ekki hversvegna uglan hefur fengið svona vitringa status, mér sýndist hún ferlega sauðarleg! En það væri samt gaman að eiga mynd af henni.

Brynjar Örn "bílanafnagefari" Arason hefur talað. Eftir gífurlegar pælingar fann hann viðsættanlegt nafn fyrir "bláa bjútýið" hennar ömmu sinnar; Jenta skal hún heita! "Det er en sånn jentebil" sagði hann eins og auðvitað er hárrétt. Svo að nú er hún nafngefin litla dúllan!
En það hefur nú aldeilis komið svolítið upp með hana Jentu. Þegar ég var að ákveða þarna í vor hvernig bíl ég ætlaði að kaupa, skoðaði ég samsvarandi bíl í Kingston. Fékk meira að segja að prófa einn. Þá fékk ég vita að hann hefði allskyns fídusa, sem gerði hann sérstaklega gáfaðann. "Intelligent" lykil átti hann að hafa, ýmsa öryggisþætti, svo ekki sé nú talað um bráðgáfað útvarp sem nánast nægði að segja við hvað maður vildi hlusta á og þá kom það. Smátt og smátt hef ég uppgötvað að það vantar alla þessa fídusa í hana Jentu. Eftir nákvæma leit varð ég að horfast í augu við staðreyndirnar; Jenta er bara með meðalgreind! Ég vil nú ekki kveða svo sterkt að og segja að hún sé heimsk; en allur auka "intelligens" hefur hreinlega verið plokkaður af henni áður en hún var send yfir fjöllin til Montego Bay. Í fyrstu þóttist bílasalinn ekkert skilja, en varð samt á endanum að viðurkenna fyrir Sigfúsi að Jenta er ekki sá bíll sem við keyptum! Hvernig þetta fer veit ég ekki enn, en ég læt Jentu auðvitað ekki frá mér aftur. Sérstaklega ekki núna þegar búið er að nafngefa hana! En lærdómurinn er: "Aldrei að treysta bílasala"!!
Hafið góða helgi elskurnar/KNUS
Comments:
Jenta... eitthvað hreyfir þetta við gömlum minningum um danslag sem ég dansaði við og söng iðulega á strætóstoppustöðum til að halda á mér hita þegar ég var ung. Þá í félagsskap vinkvenna minna. Hefði náttúrulega aldrei látið góma mig dansandi og syngjandi einni. En eitthvað er djúpt á laginu. Man bara smá línu hér og þar:
....litla lipurtá,
ljúf með augu
fögur ljúf og blá
Hún dansar Jenta dansinn sinn
Hún dansar fyrir hann afa sinn
Dansar þessi kannski líka "fyrir hann afa sinn" ;)
Knús og kossar,
Systa
....litla lipurtá,
ljúf með augu
fögur ljúf og blá
Hún dansar Jenta dansinn sinn
Hún dansar fyrir hann afa sinn
Dansar þessi kannski líka "fyrir hann afa sinn" ;)
Knús og kossar,
Systa
Allavega tökum við Jenta stundum þátt í trylltum vega-dansi innfæddra! Og hún er sko lipur í slíkum dansi! Hrein unun að dansa með henni þar!
Skrifa ummæli