þriðjudagur, september 12, 2006
Ég fór á morgunfund hjá "expata" konuklúbbi MoBay í morgun. Það er einhver hellingur af útlenskum konum hérna, sumar hverjar eru í sjálfstæðri vinnu, aðrar vinna hjá fyrirtæki eiginmannanna og enn aðrar eru ekki í launaðri vinnu. Síðastnefndi hópurinn hefur rýmstann tíma, "houskeeper" sér um húsverkinn, börn, ef einhver eru, eru í skóla eða gæslu. Og þessi hópur umgengst undir "social" formerkjum; kaffi- og hádegisverðarboð, strandtúrar skoðunarferðir, m.m. Mér hefur verið boðið áður en þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór. var svolítið forvitin, því þetta var haldið á fínasta hótelresortinu í bænum og þangað hef ég aldrei komið. Það var norsk kona (ættuð frá Lofoten! heimurinn er stundum lítill!) sem bauð okkur Pihl-konum að þessu sinni. Þarna voru samankomnar hátt í 100 konur frá öllum heimshornum og sem eru hér í mismunandi erindagjörðum. Sú sem stóð fyrir skipulagi þessa fundar, er gift einum af stjórunum á "resortinu" og nutum við góðs af. Ofboðslega fallegt umhverfi, flottar veitingar og svo var þetta bara voða gaman! Hressar og skemmtilegar konur sem margar hverjar eru búnar að búa á ótal stöðum í heiminum, sjá og upplifa öll ósköp. Við vorum allar leystar út með 50 % afsláttarkorti til fitness og "skønheds" aðstöðunnar á hótelinu í tvo mánuði og það er sko ekkert slor staður skal ég segja ykkur! Svakalega flott og góð aðstaða. Verð að nýta mér það! Vill einhver koma með? Nú er ég líka svo vel skóuð til "fitness" eftir bæjartúrinn í gær. Keypti mér þessa fínu hlaupaskó, þurfti orðið að sópa alla íbúðina eftir að hafa verið á bandinu á þeim gömlu, það tættist svo úr þeim! Ég held ég hafi aldrei átt svona létta skó, ég fann varla fyrir að ég væri í þeim svo ég varð að bregða þeim á vigtina! Og hvað haldið þið? Hvor skór um sig vegur tæp 200 grömm! Og í mínu númeri!!! Gömlu voru nærri 500 grömm STYKKIÐ!! Það sem ég varð undrandi yfir þessu! :-)
Comments:
Komdu bara elskan og við drífum okkur í dekur! Æðislegt að fá comment frá þér, það komu 5 í gær!! KNUS
Skrifa ummæli