.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 15, 2006

Ég fór í þvílíka "treatmentið" áðan! Ætlaði sko að nota mér 50% afsláttarkortið á Ritz-Carlton og pantaði (svona til að byrja með!) nudd og manicure. Það var tekið á móti mér eins og ég væri prinsessan af Saba, dýravörðurinn tók við bílnum mínum og keyrði hann í bílakjallarann og inni var ég klædd í mjúkann dragsíðann slopp og boðið inniskór. Stúlkan deplaði ekki auga þegar ég sagði henni að ég þyrfti númer 42! Þeir kunna sig þarna!!!
Nuddarinn mælti eindregið með steinanuddi og ég var til í prófa það. Svona hef ég aldrei upplifað; fyrst voru lagðir á mig út um allt sjóðandi heitir steinar, hún tróð meira að segja steinum milli tánna á mér! Svo hófst hún "steina", þa. hún nuddaði mig með heitum rúnnuðum steinum, í 80 mínútur!!! Svakalega gott og þægilegt, á tímabili var eins og ég færi hreinlega úr kroppnum og svifi einhverstaðar þarna fyrir ofan okkur! Mjög merkilegt en alls ekki óþægilegt. Það er sko hægt að verða háður þessu!
Eftir afslöppun í "lady-lonuge" með ávaxtasafa og amerísk slúðurblöð var ég svo sótt í handsnyrtinguna, sem bjútífúl snyrtikona rubbaði fagmannlega af á mettíma, stakk höndunum á mér inn í þurrktækið; og BINGÓ! Ég kom út mjúk á kroppinn eins og barnsrass með þessar líka fínu neglur. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að það mátti hverki reykja þarna! En á meðan bláklæddi drengurinn sótti bílinn minn, bætti ég úr því! Mér fannst ég vera voða mikilvæg persóna þarna! Hugsið ykkur: svona gerir nú fræga fólkið á hverjum degi, ja, hérna!!!
Hafið góða helgi elskurnar. KNUS í öll hús.

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?