fimmtudagur, september 07, 2006
Ég varð "tante" í nótt!! Camilla vinkona mín og "iværksætter" kollegi eignaðist stóra og fína stúlku á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Við "tönturnar", ég og Marie Louise erum búnar að fylgjast með krílinu frá fyrsta degi, þegar eggið hennar Camillu sem hafði verið á smá útstáelsi rataði aftur heim til hennar. Ófrískar konur eru náttúrulega alltaf fallegar, en hún Camilla var engu lík, hún var svo flott. Vil ekki setja mynd af henni hérna að henni forspurðri, þið verðið bara að trúa mér! Verður gaman að koma til Köben og sjá litla blómið hennar. Og svo strákinn hennar Bjarneyjar á Íslandi, hann Bjarka litla sem líka er "Meyja".
Vivet var líka að fá barn, ekki að hún hafi verið að fæða barn, heldur kom mágur hennar (bróðir mannsins hennar) sl. helgi með 6 ára dóttur sína og hreinlega afhenti Vivet hana. Stúlkubarnið hefur verið hjá mömmu sinni sem á tvö yngri börn og eitt í viðbót á leiðinni, en engann mann. Nú vill mamman ekki hafa hana lengur og sendi hana til pabbans í Mobay (sjálf býr hún einhverstaðar upp í fjöllum), en eins og Vivet segir: "hann getur ekki einu sinni séð um sjálfann sig, hvað þá heldur barnið". Svo hann fékk bara Vivet hana, án þess að nokkuð væri um það talað. Stelpuanginn er auðvitað ferlega óörugg og erfið við Vivet, sem er ekkert voða hress með þessa "gjöf" mágsins. Svo nú kemur hún á síðustu mínútu á hverjum morgni og segir: "Þetta var töff morgun"!! Skólarnir eru byrjaðir og litla skottið er að byrja í skólanum. En pabbinn borgar þó allavega skólagjöldin. Ég dauðvorkenni henni, hugsa sér að hvorugt foreldrið vill hafa hana hjá sér og henni er bara hent inn hjá fjölskyldu sem hún þekkir ekki neitt. Þetta er "töff" líf hér á Jamaica.
Vivet var líka að fá barn, ekki að hún hafi verið að fæða barn, heldur kom mágur hennar (bróðir mannsins hennar) sl. helgi með 6 ára dóttur sína og hreinlega afhenti Vivet hana. Stúlkubarnið hefur verið hjá mömmu sinni sem á tvö yngri börn og eitt í viðbót á leiðinni, en engann mann. Nú vill mamman ekki hafa hana lengur og sendi hana til pabbans í Mobay (sjálf býr hún einhverstaðar upp í fjöllum), en eins og Vivet segir: "hann getur ekki einu sinni séð um sjálfann sig, hvað þá heldur barnið". Svo hann fékk bara Vivet hana, án þess að nokkuð væri um það talað. Stelpuanginn er auðvitað ferlega óörugg og erfið við Vivet, sem er ekkert voða hress með þessa "gjöf" mágsins. Svo nú kemur hún á síðustu mínútu á hverjum morgni og segir: "Þetta var töff morgun"!! Skólarnir eru byrjaðir og litla skottið er að byrja í skólanum. En pabbinn borgar þó allavega skólagjöldin. Ég dauðvorkenni henni, hugsa sér að hvorugt foreldrið vill hafa hana hjá sér og henni er bara hent inn hjá fjölskyldu sem hún þekkir ekki neitt. Þetta er "töff" líf hér á Jamaica.