laugardagur, september 02, 2006

Jæja, þá er búið að keyra á okkur. Það hlaut náttúrulega að koma að þessu, eins mikið og við erum á ferðinni og eins og jamaicabúar keyra. Við þurftum rétt að útrétta niður í bæ og vorum á heimleið. Keyrðum á grænu ljósi á einni að þrem beinum akgreinum, þeirri lengst til hægri. Hægra megin var beygjuakgrein. (Hér er sko vinstri keyrsla) Rétt í því sem við erum að fara út á gatnamótin, snarbeygir bíll sem var á beinu akgreininni lengst til vinstri og ætlar að skutla sér fram fyrir okkur og beygja til hægri. Þ.e. hann ætlaði að ná fram fyrir okkur og þá sem voru á beygjuakgreinni. (Skiljið þið þetta?) En þótt hann spýtti vel í, náðist þetta ekki hjá honum og hann dúndraði sér í vinstra framhornið á okkar bíl. Og þarna stóðum við, út á miðjum umferðarþyngstu gatnamótunum í MoBay og meigum sjálfsagt þakka fyrir að fleiri bílar lenntu ekki á okkur. En þeir eru sjálfsagt vanir þessu, allir hægðu á sér svo báðir bílarnir gætu keyrt til hliðar. Ungi maðurinn sem keyrði á okkur var með kærustuna og vinkonu hennar í bílnum og þær sögðu víst allt í einu: "Beygðu, við þurfum í Bay Vest Centrið"!! Og hann hlýddi! Allir tóku þessu nú með ró, enginn meiddist en það sér töluvert á jeppanum hans Sigfúsar. Fólk þyrptist að, nú var eitthvað að ske! Eftir smástund var búið að sjatla málin, enginn málarekstur, Sigfús lætur gera við bílinn og stráksi borgar, allir sáttir, löggan líka. En nú veit ég hvar Bay Vest Centrið er! Búin að velta því lengi fyrir mér!
Comments:
Skrifa ummæli