.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

laugardagur, september 09, 2006

Merete skrifstofustjóri Pihl í MoBay átti afmæli í gær og bauð öllum upp á bjór á "Mósaíkbarnum" sem er alveg við ströndina hérna rétt hjá. Voða huggulegur staður sem við Sigfús höfum oft farið á, en aldrei eftir að fer að dimma. Þess vegna þekktum við ekki þann gífurlega fjölda moskító sem þá fer á kreik. En það var líka logn og stillt veður svo skilyrðin voru frábær, þ.e.a.s. ef þú ert fluga. En fyrir mig var þetta ekki eins frábært, eftir hálftíma, eina flösku af sódavatni, hálfann brúsa af flugnasprayi og slatta af bitum, varð ég að játa mig sigraða og yfirgáf um við því samkvæmið.
Þetta var nú eitt af því magnaðasta flugnageri sem ég hef komist í.


Við fengum okkur bita á leiðinni heim, þar var "voða stuð", lifandi músík og hvað eina! Tveir eldri herrar spiluðu og sungu með tilþrifum lög eftir Bob Marley og Harry Bellafonte. Þeir voru báðir orðnir fótafúnir og hálfhaltir stauluðust þeir á milli borðanna og buðu upp á óskalög. Ég hélt fyrst að þessi settist á kassann sem hann dröslaði með sér, til að hvíla sig á. En þá var þetta hljóðfærið hans, þarna milli fóta hans voru nokkrir strengir sem sá gamli togaði í og sló á, í takt við gítar hins. Því miður gleymdi ég að spyrja hvað svona hljóðfæri heitir. Þetta var bara svo flott hjá honum, en hann hefði alveg mátt sleppa því að taka undir sönginn, sem hann gerði annað slagið með titrandi (og falskri) röddu! En ég get enn undrað mig yfir hvað fólk hérna er mis-svart, þessi gamli var hreinlega eins og nóttin.

Ég var víst búin að blogga um að íbúðin "okkar" er á söluskrá. Nokkur sinnum hefur verið hringt vegna fólks sem vill skoða, en aldrei hefur neinn komið... fyrr en í morgun. Við erum með fastann samning í 1 og 1/2 ár (lengri leigusamningur er ekki gerður hérna) og höfum sko ekki áhuga á að þurfa að flytja fyrir nokkra mánuði. Þess vegna er okkur enginn hagur í að íbúðin seljist og erum svolítið "ambivalent" í þessu. Við erum búin að gera íbúðina svo huggulega og fína, að hún lítur 100 sinnum betur út en þegar við fluttum inn og er þar með orðin seljanlegri. Þannig að við höfum á þann hátt hjálpað eigandanum við að gera okkur óleik! Þegar Sigfús gekk um með hugsanlega kaupandanum í morgun, heyrði ég hann muldra í barm sér um allt sem væri nú í rauninni slæmt við þessa íbúð á meðan hinn horfði með velþóknun á huggulegheitin okkar og hlustaði greinilega ekkert á hvað Sigfús sagði! Nú vonum við bara að eitthvað af því hafi samt síast inn í undirmeðvitundina, eða hitt að þetta sé ekki rétta húsnæðið fyrir manninn!
Við förum í "housewarming" á eftir í það sem mér heyrist að sé "Det Danske Greathouse" í MoBay, voða fínt hús upp í hæðunum sem ungt danskt par var að flytja inn í.
Svo koma nokkrir "kallar" í mat í kvöld, gamlir kollegar Sigfúsar sem eru hérna á svæðinu. Svo það verður grillað og sagðar sögur á Taylor Road í kvöld! Ég er að verða búin með það sem ég get gert á þessu stigi með þýðinguna, er að bíða eftir "feed-back" frá mér vitrara fólki sem ég hef leitað til með ráðleggingar. Svo allt er í góðum gír. Hafið góða helgi elskurnar, KNUS í öll hús.

Comments:
Akkúrat, hreyfi mig ekki héðan nema það verði til einhvers ennþá betra!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?