sunnudagur, september 17, 2006
Mikið sem sunnudagar eru nú góðir dagar. Við Sigfús erum bæði svo vinnusöm alla vikuna að sunnudagarnir (oftast einu frídagarnir) eru langþráðir og velkomnir. Oftast gerum við fremur fátt, dinglum okkur heima og að heiman og tökum því rólega. Ég byrjaði reyndar daginn með að fara í "ræktina" (er þetta ekki ennþá kallað þetta á Íslandi?!!), er loksins farin að nota mér meðlima-kortið sem við fengum á Half Moon. Núna eru ekki svo margir gestir á hótelunum og hef ég því í þessi skipti sem ég hef farið, haft alla aðstöðuna fyrir mig eina, inkl.
starfsfólkið! Ekki amalegt, næstum eins og að hafa einkaþjálfara! Um hádegið fórum við niður í bæ og fengum okkur salat á Dr. Cave Beach og sátum lengi og horfðum á túristana veltast á ströndinni. Þessi náungi sem er þarna með Sigfúsi kom hoppandi á móti okkur boxandi út í loftið með miklum tilþrifum. "Ég er boxari, ég er boxari" hvæsti sá gamli á milli samanbitna tannana og mér leist nú satt að segja ekkert á í byrjun. Er kallinn kolvitlaus, hugsaði ég, en þá reif hann upp úr vasanum gamalt og þvælt skýrteini, þar sem stóð nafnið (hans?) og fæðingardagur (22.sept. 1922!) og þar var hann reyndar titlaður boxari! Þessi tæplega 84 ára kall var hinn skrafhreifasti, benti á öll ómeðhöndluðu andlitsbeinabrotin og runaði út úr sér hvar og hvenær hann hefði fengið þetta og þetta höggið! En greinilega hefur heilinn sloppið, því hann var eldklár í kollinum.
En hann vildi hafa húfuna á myndinni, kannski af því að Sigfús var með húfu líka!
Annars er alltaf sama blíðan hjá okkur í Mobay, hann dregur stundum upp á sig seinnipartinn, en sjaldnast verður nokkuð úr því. Svo ég velti fyrir mér; hvað er verið að meina með þessu regntímabili? Það á að vera í hámarki núna eftir því sem mér er sagt!

En hann vildi hafa húfuna á myndinni, kannski af því að Sigfús var með húfu líka!
Annars er alltaf sama blíðan hjá okkur í Mobay, hann dregur stundum upp á sig seinnipartinn, en sjaldnast verður nokkuð úr því. Svo ég velti fyrir mér; hvað er verið að meina með þessu regntímabili? Það á að vera í hámarki núna eftir því sem mér er sagt!
Comments:
Skrifa ummæli