föstudagur, september 22, 2006

Upp úr kl.eitt á miðvikudaginn heyrði ég að Sigfús kom heim; "afmælisgjöfin þín er svo stór að ég varð að sækja hana sjálfur" sagði hann, og hvað haldið þið: inn úr dyrunum kom hún hún er hvað sterkust! Mér varð svo mikið um, að fyrst hoppaði ég á nærliggjandi vegg og svo fór ég bara að háskæla! Eftir mörg og stór faðmlög fékk ég skýringuna, þau (Sigfús og Guðbjörg) voru búin að lummast við að skipuleggja að koma mér á
óvart, sem þeim svo sannanlega tókst og ótrúlegt en satt, hafði þeim tekist það svona vel að mig grunaði ekki baun! Þvílík afmælisgjöf! hef aldrei fengið neina gjöf sem kemmst í hálfkvisti við þetta, að fá blómið mitt óvænt í heimsókn! En ég hef nú smá svona bakþanka; mikið svakalega sem þau eru góðir skrökvarar, bæði tvö!!!

Þetta er náttúrulega slík lukkan, það er svo ofboðslega gaman að hafa hana Guðbjörgu hérna hjá mér á Taylor Road. Enda sjáið þið á mér svipinn, ég get ekki hætt að brosa!!
Hún small inn í jamaicanska rytmann eftir fyrstu nóttina, vaknaði með fuglunum galvösk og fór með nýpressaða djúsinn sinn út að heilsa morgninum.
Kitwood fær sko hvíld þessa daga, enda held ég að honum veiti ekki af því frekar en mér!
Fyrsta daginn vorum við í skrokkadekri;
fórum (ekkert alltof snemma!) í ræktina og svo í sund í ei

Guðbjörg er þarna eins og fyrirsæta sem er verið að mynda fyrir luxusbækling handa ríku túristunum! við náðum heilmiklu þennan fyrsta dag Guðbjargar á Jamaica, létum dekra við okkur í hand- og fótsnyrtingu, gengum um down-town svo Guðbjörg fengi tilfinningu fyrir lífinu hérna, kíkkuðum smá í búðir, fengum okkur ávaxtapúns í klúbbnum og nutum þess að vera saman.
Á eftir ætlum við svo til Negril og gista eina nótt á strandhóteli þar.
Það er meiriháttar að hafa hana hérna hjá okkur!
Comments:
Hæ, ykkur leiðist ekki. Hangandi í sólinni og gerið ekki handtak! Hepðdi Palli sagt. Knus og góða skemmtun. Hafdís.
Frábær afmælisgjöf:) Ég "kíki" alltaf annað slagið á þig, það er svo gaman að fylgjast með.
Til hamingju með afmælið og bið að heilsa Guðbjörgu:)
Mbk. Sunna
Skrifa ummæli
Til hamingju með afmælið og bið að heilsa Guðbjörgu:)
Mbk. Sunna