.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 05, 2006

Vivet sem að öllu jöfnu er mikil rólyndismanneskja missti sig algjörlega í dag. Hún var að sópa verandann og allt í einu kemur hún hlaupandi inn, veinandi og sveiflandi sópnum. Svei mér ég hélt hún hefði séð draug, slöngu eða eitthvað þaðan af verra! Mér dauðbrá náttúrulega, hentist upp af stólnum og reyndi að skilja hvað í ósköpunum hefði gerst. Vivet datt algjörlega yfir í mállýskuna sína sem er stundum rosalega skrítin, en að lokum skildi ég; það var froskur í paprikuplöntunni! Vænsta hlussa (ca. 20 cm.)sem féll vel inn í umhverfið! Á meðan Vivet hoppaði fram og tilbaka réðst ég til atlögu við froskinn sem var sko ekki á því að fara úr þessu notalega umhverfi. Aðstæðurnar voru ekkert smáfyndnar; Vivet hoppandi og veinandi, ég potandi í froskinn með kústskaftinu, hann smáhoppandi (mun minna en Vivet!) fram og tilbaka á verandanum og ég á eftir með kústinn. Á endanum kom ég honum undir næsta pálma og þaðan ætlaði hann greinilega ekki að hreyfa sig. Skrítið í rauninni, froskar sjást að öllu jöfnu ekki fyrr en fer að skyggja. Kannski sofnaði hann þarna í gærkvöldi! En mikið svakalega sem Vivet er ílla við froska!
Annars er það helst að frétta, að ég setti himin og jörð á hreyfingu til að skaffa mér ísl. orðabók um líffæraheiti, í þeirri von að fá svör við nokkrum áleitnum þýðingarspurningum. Bókin kom í dag, en því miður var þetta ekki það sem ég átti von á. Algjörlega ónothæf fyrir mig. FÚLT!!!

Comments:
Svava mín, hefurðu prófað íðorðabók HÍ á netinu: http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search

Hún hefur gagnast mér ágætlega einmitt í líffærafræðiþýðingum sem og öðru.

Kveðja frá Edinborg,
Charlotta

PS. Fann bloggið þitt í gegnum síðuna hans Jóns!
 
Kæra Charlotta!
En gaman að heyra frá þér! Þakka þér ábendinguna, hugulsamt af þér! Nota þessa síðu mikið, hún er góð en ekki alveg nægjanleg fyrir mig. Hvað ertu að gera í Edinborg? væri gaman að heyra meira! KNUS/
svava@nordic-lights.dk
 
Og fyrir utan lappirnar sem örugglega voru annað eins!Ekki skrítið þótt Vivet hoppaði!!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?