.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, september 25, 2006


Þvílíkur dekurdagur í gær! Eftir gott nudd og "skrúbb" borðuðum við Guðbjörg frokost við ströndina og BINGÓ; Guðbjörg var komin með rastahár! Fer henni voða vel!

Svo dormuðum við bara á ströndinni og nutum veðurs og samveru. Sigfús þurfti því miður að vinna í dag, hvann hefði sko gjarna viljað vera með okkur.
Jentan fór svo með okkur í "sight-seeing" um bæinn, keyrðum svolítið um bæjarhluta þeirrra innfæddu.



Afmælismiddaginn fengum við á Húsbátagrillinu, við Guðbjörg fengum okkur humar og þarna er Guðbjörg að velja sinn! Sem betur fór þurftum við ekki sjálfar að koma þeim á grillið, bara ákveða hvaða humar okkur leist best á! Humargryfjan er bara undir bátnum og lokið 50 cm. frá barnum. Eins gott að pompa ekki ofaní, þeir virtust svangir þarna niðri!
Einhenti kokkurinn sá um matseldina og namm!. hann var góður humarinn!

Undir stjörnubjörtum himni, við hægvaggandi hreyfingar húsbátsins, með nýuppáhellt Blue Mountain kaffi og í góðum félagsskap Guðbjargar og Sigfúsar, lauk þessum frábæra afmælisdegi mínum. Ég mæli sko með því að verða 55 ára, það er voða gaman!!

Comments:
oh, ég hefði viljað vera með. kveðjur, Hafdís.
 
Það hefði ég sko líka viljað mín kæra! KNUS
 
Það hefði ég sko líka viljað mín kæra!KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?