.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 13, 2006


HALLÓ!! Maður hefur nú ekki mikinn tíma til að blogga í henni ammeríku, allt á myljandi ferð og flugi þar. Komum til MoBay í gær eftir langt ferðalag frá San Fran, með langri og leiðinlegri millilendingu í Atlanta. Gott frí með mörgum upplifunum, en líka voða gott að koma heim. Það er sko ekki lýgi að allt sé stórt í Ameríku, þvílíkt og annað eins. Hvort sem um var að ræða húsin eins og þarna á þessarri mynd sem ég tók frá veitingastað á 54. hæð, matarskammtana sem voru gríðarlegrir, fólkið á götunni sem margt hvert var eins og tveir ég að breidd (og ég er nú ekki af "fjalarstærðinni"), trén í Yosemite


þjóðgarðinum sem lifa í árþúsundir og eru eins og tveir Sigfúsar í þverskurð og hæðin eftir því,















gríðarlegir þverhníptir klettaveggir eins og þessi sem er fleiri þúsund metra hár og þarna er fólk að klifra alla daga, árið um kring (tekur þá nokkra daga og þegar prílararnir þreytast, hengja þeir sig í net og dingla þarna utan á í appelsínugulri púpu á meðan þeir sofa!), brjáluð lætin í


spilavítunum sem stoppa ekki allann sólarhringinn og misundarlegt fólk með svipbrigðalaus andlit ganga um eins og múmíur (við Sigfús prófuðum smá, unnum pínu og töpuðum því öllu aftur!), eða víðátturnar í Napa Valley og nágrenni sem eru svo frjósamar að hægt væri að rækta þar mat handa öllum svöngu börnunum í heiminum.

Bandaríkjamenn eru líka afskaplega gestrisnar og vinalegar manneskjur. Stórir í því líka!




En því er ekki að neita að vínkjallararnir voru voða aðlaðandi! Vi' forum í nokkrar smakkanir, mest í litlu "víneríin" sem framleiða lítið magn og selja ekki í verslanir. Athygli er vert, að það sem okkur Sigfúsi fannst langbesta vínið, er framleitt af ungum dönskættuðum manni. Pabbi hans, sem er hálfur dani, er einn af þekktustu vínræktendunum í Napa Valley.







Við og ferðafélagar okkar sem eru 4 vinir Sigfúsar frá námsárunum í Kaupmannahöfn og konur þeirra, leigðum 2 bíla sem við keyrum um í. Ætlunin var að skiptast á um að sitja í bíunum, en á fyrsta degi myndaðist mikil samkennd í hvorum bíl fyrir sig, strax var farið að tala um "okkar" bíl og "þeirra" bíl og hvernig "þau hin" keyrðu! Við vorum 3 sem skiptumst á um að keyra, hvort í "sínum" bíl, við Sigfús vorum bílstjórar í sitt hvorum bílnum og reyndin varð sú að upphafleg skipting milli bílanna hélst frá upphafi til enda ferðarinnar. Enda voru allir ánægðastir með "sína áhöfn"!!
Í heildina góð og áhugaverð ferð, en mér kom á óvart hvað það var kalt í Kaliforníu. Hélt þetta væri eitt af "heitu löndunum"!!

Var rétt í þessu að fá staðfestingu á ferðinni minni til Evrópu; ég fer frá MoBay á mánudaginn og verð komin til Kaupmannahafnar upp úr hádegi á þriðjudaginn. (17. okt) Tekur sig varla að taka upp úr töskunni, en ég þarf líklega öðruvísi fatnað í því ferðalagi! Þannig að við sjáumst fljótlega.

Comments:
Velkomin heim. Ánægjulegt að heyra að ferðin tókst svona vel.

Knús og kossar
Systa og fjölskylda
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?