þriðjudagur, desember 26, 2006
Annar dagur jóla, "Boxing Day" hér á Jamaica eftir breskri hefð. Frídagur hjá öllum, fjör og læti eins og á aðfangadagskvöld! Aftur á móti er 25. desember JÓLADAGUR með stórum upphafsstöfum hjá öllum. Bráðheilagur dagur, það er gengið um með jólagjafir og kort (þeir sem á annað borð gefa og fá slíkt!), farið í kirkju, allir svona drellifínir og fjölskyldur koma saman og borða geita- og svínakjöt. Nágrannar okkar komu og óskuðu gleðilegra jóla, færðu okkur vín og jólakort og þökkuðu okkur fyrir að vera svona góðir grannar. Fallegur siður sem maður ætti að
taka upp.
Við Sigfús buðum 3 einsömlum mönnum að vera með okkur á aðfangadagskvöldið, 2 svíum og einum norðmanni. Það var ósköp huggulegt og hangikjötið gerði mikla lukku hjá öllum viðstöddum. Ég held að mér hafi aldrei fundist hangikjöt svona gott! Ég var svolítið lúmsk með ORA baunirnar; var með tvær skálar með baunum, ORA og ammerískar; ORA skálina setti ég á hornið hjá okkur Sigfúsi!!
Samkvæmt venju var spennandi að opna pakkana, allt góðar og fallegar gjafir, hafið hjartans þ
akkir fyrir okkur.
Sigfús gaf mér þessa mynd sem ég kalla "Miss Jamaica" og er eftir jamaicanskan listamann. Ég sá þessa mynd á galleríi í Kingston í sumar og varð alveg heilluð af henni. Stórkostleg mynd sem sýnir konu sem greinilega hefur prófað sitt af hverju og getur loskins leyft sér að setjast niður, lesa bók og líta yfir farin veg. Frábær túlkun.

Krakkarnir mínir tóku sig saman og gáfu mér Piet Heim stjakana sem mig hefur langað í árum saman. Takk elskurnar! Þeir sóma sér vel í horninu í stofunni á Taylor Road og verða æðislegir í stofuglugganum á Kæjanum!
Auk þess fékk ég ýmislegt fallegt og gott; músík, skartgripi,
föt, nammi, sólgleraugu o.fl. Hjartans þakkir þið öll.
Skýringin á ´"HEAVY" miðanum á ferðatöskunum mínum kom að hluta til þegar við fórum að opna jólapakkana, við fegnum 10 bækur. ÆÐISLEGT!! Það verður nóg að lesa á bandinu næstu vikurnar og góður hvati til að dvelja þar lengi! Enda veitir ekki af, hef ekki komist almennilega inn í rútínuna eftir að ég koma aftur til Mobay. En nú verður sko tekið tak!!! Þetta eru allt áhugaverðar bækur, fjölbreyttar og spennandi. Hafdísi systur minni, þessari elsku, fannst ásæða til að gefa mér bók sem heitir "Lifum lífinu hægar"! Einhver skilaboð með gjöfinni, Hafdís mín??!!
Í gær (Jóladag) var haldinn heljarins jólafrokost í garðinum á Taylor Road. Tæplega 50 manns (útlendir starfsmenn Pihl) komu saman í garðpartý sem tókst með miklum ágætum. Ég gerði voða jólalegt út í garði og allir sátu úti. Reyndar kom smá rigningarskúr, en fólk lét það ekkert á sig fá, sat sem fastast, slálaði í dönskum snapsi og borðaði síld, flæskesteg, frikadeller og rauðkál! Sólin kom aftur fram og þurrkaði á augabragði allan útvortis raka!
Þetta var voða gaman, en "hold da ferie" hvað við Sigfús vorum þreytt þegar 6 tíma veilslu lauk!
Svo að í dag, "Boxing Day" er algjör afslöppunardagur hjá okkur. Vona þið hafið öll átt góð jól, sendum ykkur bestu kveðjur. KNUS

Við Sigfús buðum 3 einsömlum mönnum að vera með okkur á aðfangadagskvöldið, 2 svíum og einum norðmanni. Það var ósköp huggulegt og hangikjötið gerði mikla lukku hjá öllum viðstöddum. Ég held að mér hafi aldrei fundist hangikjöt svona gott! Ég var svolítið lúmsk með ORA baunirnar; var með tvær skálar með baunum, ORA og ammerískar; ORA skálina setti ég á hornið hjá okkur Sigfúsi!!
Samkvæmt venju var spennandi að opna pakkana, allt góðar og fallegar gjafir, hafið hjartans þ

Sigfús gaf mér þessa mynd sem ég kalla "Miss Jamaica" og er eftir jamaicanskan listamann. Ég sá þessa mynd á galleríi í Kingston í sumar og varð alveg heilluð af henni. Stórkostleg mynd sem sýnir konu sem greinilega hefur prófað sitt af hverju og getur loskins leyft sér að setjast niður, lesa bók og líta yfir farin veg. Frábær túlkun.

Krakkarnir mínir tóku sig saman og gáfu mér Piet Heim stjakana sem mig hefur langað í árum saman. Takk elskurnar! Þeir sóma sér vel í horninu í stofunni á Taylor Road og verða æðislegir í stofuglugganum á Kæjanum!
Auk þess fékk ég ýmislegt fallegt og gott; músík, skartgripi,
föt, nammi, sólgleraugu o.fl. Hjartans þakkir þið öll.


Þetta var voða gaman, en "hold da ferie" hvað við Sigfús vorum þreytt þegar 6 tíma veilslu lauk!
Svo að í dag, "Boxing Day" er algjör afslöppunardagur hjá okkur. Vona þið hafið öll átt góð jól, sendum ykkur bestu kveðjur. KNUS
Comments:
Skrifa ummæli