.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 15, 2006

Apotekið bregst mér ekki frekar en fyrri daginn. Skrapp þangað í gær og viti menn; þarna var hellingur af jólaskrauti! Og meira að segja nokkur glansandi gervi-jólatré í ýmsum stærðum. Að vísu er flest af þessu eftir yfirdrifnum (og fremur ósmekklegum) amerískum smekk; en samt, þetta var þarna. Og samkvæmt fyrri upplýsingum sem ég hef fengið um jamaicanskt jólahald, er apotekið þarna að koma til móts við þarfir ríka fólksins í Mobay, enda er þetta með dýrari búðum bæjrins. Í bjartsýni minni spurði ég hvort hægt væri að fá einhverstaðar lifandi jólatré. Mér var kurteislega bent á blómabúð "Down Town" sem seldi fræ, og kannski væru þeir líka með jólatrésfræ!! Og hún var ekki að grínast stúlkan. Ég benti henni á að ég ætlaði mér nú að nota tréð þessi jól og því væri svolítið seint í rassinn gripið með að fara að sá fyrir jólatré núna 10 dögum fyrir jól. "Sorry", þá var víst ekkert hægt að hjálpa mér. Við Sigfús förum til Kingson í dag, erum boðin í jólaskrall þar og ætlum að vera yfir helgina. Kannski finn ég jólatré í höfuðborginni.
Snemma í haust var farið að tala um að halda danskan julefrokost fyrir érlenda starfsfólkið hérna í Mobay. Ég asnaðist til að segja að við Sigfús gætum lagt til húsnæði, enda var þá reiknað með að flestir færu heim, eða eitthvað annað yfir jólin. Nú sýnir sig að langflestir verða hérna og ekki nóg með það; margir hafa fengið gesti að heiman svo þetta er orðið svakalegur fjöldi.Það sem ég reiknaði með að yrði MAX 20 manna huggulegur middagur, stefnir í að verða yfir 50 manna stórveisla! Hvernig í fjáranum á ég koma þessu fyrir hérna? Illt er að treysta á veðrið (hann er enn að hreita úr sér rigningarskúrum) svo ekki er hægt að hafa garðpartý, enda á þetta að vera á Jóladag og þá halda þeir sem á annað borð halda eitthvað hátíðlegt sín jól, og reynsla mín af dönskum julefrokost er að þeir geta orðið svolítið háværir! Ekki víst að nágrannarnir yrðu hamingjusamir með það! Þetta verður eitthvað málið! Ég verð að fara að læra að segja NEI!!

PS. Hafdís, miss Monica er voða smávaxin, kannski þess vegna sem jólatréð hennar er svona lítið? En það er Miss Evelin sem situr þarna á steini!/KNUS

Comments:
ég skal senda þér jólatré, kæra frænka ;) skrepp bara yfir í Byko og hringi síðan á sendibíl fyrir þig ;) hvað viltu stórt?? og ég er líka helvíti góð í að halda svona mörgum félagsskap, ég skal mæta og passa að gestirnir haldi sér á mottunni ;)
 
Heyrðu, flott! Bara svona ca. einn og hálfan meter! Já það væri ekki amalegt að hafa þig til að stjórnast í liðnu! KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?