föstudagur, desember 22, 2006

Brian og Lola áttu 15 ára brúðkaupsafmæli í gær og í því tilefni var boðið til veislu við sundlaugina. Búið var að skreyta allt með ljósum og blöðrum, barborð í einu horninu og matarhlaðborð með ýmsum jamakönskum kræsingum í öðru.
Auð okkar Sigfúsar og ísraelska nágrannans voru allir gestirni mismikið svartir og féllu fljótlega inn í myrkrið sem skellur á um sexleitið þessa kviðuna. Prófði að taka mynd yfir hópinn, en fólkið sést ekki! Það voru líka svo margir dökkklæddir.
Miss Monika var náttúrulega mætt, ég hef ekki séð mikið til hennar undanfarið og fékk skýringuna á því. Hún hefur verið lasin, er búin að fá einhverjar hjartatruflanir og er bara drulluléleg. hefur greinilega líka áhyggjur af þessu, hún býr jú ein og á enga ættingja hér í Mobay. Verð að vera dugleg að líta til hennar.
Þetta eru nágrannar okkar við hliðina; hann er frá Ísrael en hún eins og sést er innfæddur jamaicabúi. Hún er voða sæt en mér finnst hann eitthvað svo væmnislegur? Hvað finnst ykkur? Svo er hann með langan krullaðan stert miður á bak!! Eru þetta kannski fordómar?
Sundlaugin leit svolítið öðruvísi út þarna en þegar ég er að busla í henni í sól og blíðviðri! Ekki það, veðrið var alveg frábært í gærkvöldi. Undarlegt að sitja í sundlaugarpartýi 21. desember í 25 sitiga hita. En afar skemmtileg upplifun. Öllum var mikið í mun að við Sigfús smökkuðum á öllu - þetta var reyndar besti jamaicanski maturinn sem ég hef smakkað hérna- svo við vorum pakksödd á endanum! Gott að það var stutt heim!