laugardagur, desember 23, 2006
Eitthvað eru nú reiðuféið farið að minnka hjá jamaicabúum eins og eflaust fleirum fyrir þessi jól, því í supermarkaðinum voru ca. 50 manns í biðröðinni þar sem hægt er að borga með kredidkorti!! (það er örtröðin þarna inn í enda!)
En nú erum við bæði komin í hús, ég dró fyrir glugga, kveikti á kertum og tengdi tölvuna á íslensku jólakveðjurnar. Voða huggulegt og bara svo jólalegt. Alltaf gaman að heyra kveðjur frá fólkinu í Grafarbakka, á Hafsteini, í Túnfæti og öllum hinum!
Það er ennþá of bjart til að kveikja á kertunum í forstofunni, en þá verður sko líka jóla, jóla á Taylor Road!
Gangi ykkur vel með frómasinn og snakkist hangikjötið vel. JólaKNUS