miðvikudagur, desember 27, 2006
Einhvern veginn finnst mér að jólin séu á hraðri leið burtu og hafi verið einstaklega stutt í ár. Kannski hefur hitastigið hjá mér eitthvað með þetta að gera? Alla vega er ég komin í vinnustuð og eftir að hafa látið handritið hvíla um skeið, loggaði ég inn á "Kitwood/þýðing/endanlegt handrit/endurlesning/hreinsun" og fór enn og aftur að lesa yfir. Þetta hefur verið holl og vitleg pása, ég var orðin svo föst í tekstanum að ég var hætt að sjá það sem betur mátti fara. Er endalaust hægt að gera betur? Hvenær er mál að linni?
Eitt af því sem ég er að velta fyrir mér er: hvað heita hin mismunandi stig sorgarferlisins á íslensku? Er einhver mér fróðari þarna úti í "cyberspace" sem getur ráðið mér heilt? Eitthvað segir mér að eðlilegt sorgarferli samanstandi af: afneitun, reiði, þunglyndi, samþykki og uppbygging. Aðrar hugmyndir?
Þetta er náttúrulega ekki uppbyggilegt umræðuefni svona rétt þegar allir eru glaðir og reifir á leiðinni í Kringluna og/eða Smáralindina til að skipta jólagjöfum sínum til einhvers betra! Eða eru nýbúnir að selja eða kaupa Sterling og eiga því vísa flugferð eitthvað út í buskann! Eða eru búnir að skila hraunmolanum sem þeir stálu í sumar og verða því framvegis heppnir og hamingjusamir! En samt; elsku ef þið vitið betur en ég, látið mig vita. KNUS
Eitt af því sem ég er að velta fyrir mér er: hvað heita hin mismunandi stig sorgarferlisins á íslensku? Er einhver mér fróðari þarna úti í "cyberspace" sem getur ráðið mér heilt? Eitthvað segir mér að eðlilegt sorgarferli samanstandi af: afneitun, reiði, þunglyndi, samþykki og uppbygging. Aðrar hugmyndir?
Þetta er náttúrulega ekki uppbyggilegt umræðuefni svona rétt þegar allir eru glaðir og reifir á leiðinni í Kringluna og/eða Smáralindina til að skipta jólagjöfum sínum til einhvers betra! Eða eru nýbúnir að selja eða kaupa Sterling og eiga því vísa flugferð eitthvað út í buskann! Eða eru búnir að skila hraunmolanum sem þeir stálu í sumar og verða því framvegis heppnir og hamingjusamir! En samt; elsku ef þið vitið betur en ég, látið mig vita. KNUS
Comments:
Blessuð Svava mín og gleðileg jól!
Takk fyrir okkur öll. Allir voða lukkulegir.
Ég hef svo voða mikla samúð með þér í þýðingunum. Sjálf var ég upp á Þjóðarbókhlöðu í allan dag. Skil að þú sért stundum strand því þótt ég sé ekki byrjuð sjálf að berjast á sömu miðum, þá er ég í þýðingarýni (gagnrýni á þýðingar) sem er úff, erfitt líka en á annann hátt.
Heyrðu ég hef heyrt afneitun, reiði, samningar(ef tímabilið: ásökun/sektarkennd), sorg (þunglyndi), og sátt(uppbygging). Hér eru tvær síður sem kannski hjálpa þér.
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=736
http://www.missir.is/
Knús og kossar
Systa
Takk fyrir okkur öll. Allir voða lukkulegir.
Ég hef svo voða mikla samúð með þér í þýðingunum. Sjálf var ég upp á Þjóðarbókhlöðu í allan dag. Skil að þú sért stundum strand því þótt ég sé ekki byrjuð sjálf að berjast á sömu miðum, þá er ég í þýðingarýni (gagnrýni á þýðingar) sem er úff, erfitt líka en á annann hátt.
Heyrðu ég hef heyrt afneitun, reiði, samningar(ef tímabilið: ásökun/sektarkennd), sorg (þunglyndi), og sátt(uppbygging). Hér eru tvær síður sem kannski hjálpa þér.
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=736
http://www.missir.is/
Knús og kossar
Systa
Kærar þakkir fyrir ábendingarnar sem koma að góðum notum.
Úps! er eitthvað til sem heitir "þýðingarrýni"?!!
Hljómar ógnandi fyrir "Førstegangs"þýðanda! KNUS
Úps! er eitthvað til sem heitir "þýðingarrýni"?!!
Hljómar ógnandi fyrir "Førstegangs"þýðanda! KNUS
Hæ, ég ætla sko ekki að skipta neinni jólagjöf, ánægð með allt! Svo hætti ég við að kaupa flugfélagið sem ég var nú að hugsa um, ætla að fá mér nokkur blys fyir áramótin í staðinn. Knus, og góða ferð um áramótin!! Hafdís.
Ég fékk reyndar bók sem ég keypti sjálf á Íslandi ;-) skipti henni þegr ég kem næst. ætla sko að eiga allt hitt, allt svo rosa fínt! En það gæti nú komið sér vel að eiga flugfélag? Flugtúrarnir mínir á árinu eru orðnir yfir 50 talsins, eflaust hagkvæmara að eiga sína eigin vél?! KNUS
Skrifa ummæli

