.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 20, 2006


Það er ekki skrítið þótt mér finnist óraunverulegt að það séu aðeins 4 dagar til jóla. Síðustu vikuna hafa runnarnir við sundlaugina sprungið út og eru ekkert smáfallegir. En voða lítið jólalegt við þetta!
Sömuleiðis er kominn mikill vöxtur í chilijurtirnar mínar og hef ég ekki undan að nota alla ávextina sem koma. Annars gengur nú svona upp og ofan með garðræktina mína. Graslaukur og persilla eru í góðum gír og það er alveg ljóst hvað er að vaxa þarna, annað er ég ekki eins viss um. Er farin að halda að allt sem ég sáði sé steindautt, en aftur á móti hafi einhver fræ fokið í pottana hjá mér og vex þar og dafnar eins og hvert annað illgresi. bansett vesen.
Ég sá smájóla-eitthvað í dag; stelpurnar í supermarkaðinum voru allar með jólasveinahúfur. Að vísu bláköflóttar, en sniðið leyndi sér ekki; þetta var jólasveinahúfusnið! Ég er búin að fara út um allan bæ að leyta að rauðkáli. "No season" skrækti grænmetiskellingin mín þegar ég spurði hvort hún gæti útvegað rauðkál. EKKI ÁRSTÍÐIN FYRIR RAUÐKÁL!!! Halló, hvenær á maður þá að borða rauðkál ef ekki um jólin?! Mér er bara spurn! Hún ætlaði að athuga hvað hægt væri að gera svo spenningurinn er algjör; verður rauðkál með hangikjötinu á aðfangadagskvöld??

Comments:
jólasveinahúfusnið!! ha, ha...
þetta er bara svo fyndið eitthvað.
Það er greinilega fátt sem minnir á jólin í umhvefinu hjá þér núna.
Knus með rauða jólahúfu!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?