.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 18, 2006


Ég er alveg búin að gefa lifandi jólatré upp á bátinn að þessu sinni. Reyndar skilst mér að það sé til einhverstaðar í Kingston, en jólatrjáasambönd mín eru ekki nógu sterk til að mér takist að hafa upp á því. Svo "pyt"; það verður bara gervitré í ár. Eins og sjá má á jólatrénu þeirra í þvottahúsinu í Bláa Demantinum er það líka stemmingin sem skiptir máli!

Við fórum í kaupstað um helgina. Mér leið eins og sveitakonu þegar ég kom í súpermarkaðinn í Kingston; það var sko eitthvað annað en hérna í MoBay! Það var svo mikið til! og svona líka fínt og snyrtilegt þarna líka! Þarna fann ég gróft salt, þurrkaða sveppi, kókosmjöl :-) og meira að segja hrökkbrauð! Og þarna var til fullt af sýrðum rjóma! Það er alveg með ólíkindum hvað þarf lítið til að gleðja mann! En í Kingston fann maður líka ákveðið jólastress, svakalega mikið af fólki og allir að versla. Kannski eiga þeir fleiri aura í
Kingston en hérna í Mobay? En úrvalið af jólatrjám var ekki mikið, allavega ekki í þeirri stærð sem við vorum að leita að. Sáum slatta af risastórum trjám (auðviðtað gervi!), ekkert undir 2,5 metrum og fremur mikið gervileg. En það breytir engu virðist vera, trén eru skreytt svo svakalega eins og sjá má, að það sést hvort sem er ekkert í þau! En við komum samt heim með jólatré! Set það upp í dag og sýni ykkur seinna!


Við bjuggum á litlu hóteli í Kingston. Ég held við höfum verið einu hvítu gestirnir, það var brúðkaup þarna á laugardaginn og allir hinir gestirnir voru í tengslum við það. Þvílíkt sem fólkið var fínt! Litlar stúlkur í síðkjólum og háhæluðum skóm, smástrákar í hvítum jakkafötum og allar konur í galakjólum.

Já, það er gaman að fara í kaupstað!

Comments:
Hæ. gaman að þú fannst sýrðan rjóma. Hér er jólastressið alveg að ná hámarkinu!!= = ///"""QQ
Allt að verða vitlaust!! o,þó mér finnst flestir, margir voða rólegir
 
Þetta var Hafdís sem skrifaði hér fyrir ofan.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?