.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ég gerði mitt besta til að komast í smá jólastress í dag; en ég lofa ykkur að það er erfitt hérna í Mobay! Ég fór að kaupa inn fyrir þennan heljarins julefrokost sem verður haldinn hérna á Taylor Road á Jóladag. Hér fyrir löngu var ákveðið að hafa "jule-kom-sammen" fyrir þá starfsmenn Pihl sem ekki færu heim - eða fengju fjölskyldu í heimsókn um jólin. En síðan hefur sýnt sig (eins og ég var víst búin að segja ykkur!) að þetta verður 50 manna stórveisla. Og verður úti, hvernig sem viðrar, því við höfum ekki innandyra pláss fyrir þetta allt! Svo nú var farið að versla inn í dag. Allt í hinum mestu rólegheitum í MoBay, gerist víst lítið fyrr en á aðfangadagskvöld þegar búðir hafa opið til 2 eftir miðnættióg ALLIR fara í bæinn! Ég fann nánast allt sem ég ætlaði að kaupa, enda voru kröfurnar svosum ekki stórar!

En ég ætla að hafa eins hefðbundin jól og frekast er unnt , með jólatré og hvað eina! Það er sumsé komið upp þetta fína tré hérna á Taylor Road! (því miður sést ekki á myndinni hvað það er svakalega skrautlegt, það eru svona litafibrar sem glitra og glansa. Svo það þarf ekkert að skreyta, þetta er örugglega ammerískt) Og ekki nóg með það; ég náði síðustu rauðu kúlunum í apotekinu og er búin að hengja þær upp svona vítt og breitt um íbúðina! Svo það er að verða voða jólalegt hjá mér.. inni! Úti skýn sólin og hitinn fer ekki undir 27 gráðurnar. Svo það er svolítill barningur að komast í jólastuðið!

Ég kvefaðist allsvakalega í Evrópuferðinni og hef haldið mig frá sundlauginni frá því að ég kom. Mér skildist líka á Barry að það væri eins gott, því það drukknaði fugl í lauginni og festist einhvernveginn í frárennslinu svo það er allt stíflað! En ég held það verði gert við þetta fljótlega "soon come"!!

Hvernig er með ykkur? Er jólatréð komið upp?!! KNUS

Comments:
Nei, jólatréið er ekki komið i hús enn. Ætlum að kaupa á morgun. En það er þvílíkt jólastress í umferðinni hérna og búðunum, finnst mér. Tréið ykkar er mjög fínt og heppin varstu að kaupa allar rauðu kúlurnar í apótekinu til að punta með. Heyrumst, knus. Hafdís
 
Mér líst vel á jólatréð ykkar. Okkar er ekki komið upp enn því að yfir jólaskreytarinn, innpakkarinn, jólaseríuuppsetjarinn og jólatréssamansetjarinn hún Edda mín var í síðusta prófinu sínu í gær. En núna fara hlutirnir að gerast. Hún hefur enga þolinmæði fyrir seina ganginum í henni mömmu sinni þegar það kemur að jólastússi, he,he Verð að segja að það er gott að hafa svona hjálpara.

En annars langaði mig að spyrja þig hvort að svona Norðurhvels aðventu kvef kæmi ekki hverjum manni í jóla skap? Við alla vegana sjúgum upp í nefið á milli þess sem við hóstum. Ég hélt þetta væri bara partur af jólaundirbúningnum svo maður nyti þess að láta skötu lyktina rífa óþverrann úr nösunum á manni.

Kær kveðja
Systa og co
 
Þarna kom skýringin! Ég hef aldrei skilið þessa áráttu. Að fylla húsið af skötufnyk, rétt þegar búið er að gera jólahreingerninguna. Það er aðvitað til að rífa aðventukvefið úr heimilisfólki!!
 
við fáum víst ekki okkar tré fyrr en á Þorlák.. þá verður sko farið í skógarhögg upp í Mosó :P en ykkar er svaka fínt ;) jólaknús :*
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?