fimmtudagur, desember 28, 2006

Ég keyrði Vivet heim í dag, geri það stundum, þá sparar hún taxapeninginn og er mun fljótari heim. Tristan 13 ára sonur hennar kom út á götu í íslenska fótboltabolnum sem ég gaf honum þegar ég kom frá Íslandi síðast. Tristan er mikill fótboltaáhugamaður og alsæll með bolinn sinn og voða feiminn við mig!
Ég mundaði auðvitað myndavélina og með það sama fylltist allt af litlum sætum svörtum krökkum sem vildu líka láta mynda sig! Þetta eru nokkrir nágrannar Vivet, brosmildir og fallegir krakkar. Og rosalega snyrtileg þrátt fyrir þessi kofaræksni sem þau búa í.
Þetta fólk veit ekki hvað þvottavélar eru, allt handþvegið!

Comments:
Skrifa ummæli