miðvikudagur, desember 27, 2006
Góðan daginn elskurnar, vona að allir hafi vaknað hressir og úthvíldir eftir ein mestu pakkajól "ever" og tilbúnir til að takast á við gráan veruleikann í þessa þrjá daga sem þarf að vera venjulegur áður en næsta törn tekur við. Við Sigfús ætlum að flotta okkur um áramótin og fara til Whitehouse sem er á suðurströnd Jamaica. Þar ætlum við aðvera þrjár nætur á einu fínasta hóteli jamaica, "All Inclusive" sem þýðir að maður þarf víst aldrei að taka upp budduna innan veggja hótelsins, sama hvað etið er eða drukkið. Hjómar vel, ekki satt?!!

Ég verð nú bara að sýna ykkur borgarjólatré Montego Bay. Svkalega hátt og "spengilegt", auðvitað gervi og skreytt þannig að varla sést í tréð fyrir kúlum, slaufum og öðru dóti. Gerir mikla lukku og fólk er afskaplega stolt af trénu sínu.
Barry bankaði upp á í gær. Hann var í fríi, en hafði gert sér ferð til að óska okkur gleðilegra jóla. Hann var rosalega fínn, með nýja húfu og í fínum hreinum bol og í skónum sem ég gaf honum í sumar. Hann hafði ekki tímt að nota þá fyrr, sagðist hafa ætlað að geyma þá til jólanna! (þá fór hann allavega ekki í jólaköttinn!). Ég benti honum á að hann hefði "gleymt" að taka af merkimiðann (gulur pappírsmiði sem hékk á öðrum skónum með nafni framleiðandans) og ætlaði að fara að kippa honum af. En Barry hélt nú ekki; miðinn átti að vera á, þá gátu allir séð að skórnir voru nýjir og ónotaðir! Við gáfum bæði honum og Vivet ilmvatn í jólagjöf. Bæði voru glöð með gjöfina og bæði höfðu orð á að þetta væri greinilega "ekta", ekki blandað upp með vatni eins og það sem væri keypt hérna. Ilmvatnið var eina jólagjöfin sem Vivet fékk, en ég gleymdi að spyrja Barry hvort hann hefði fengið eitthvað annað. Svo ekki var nú mulið undir hana Vivet þessi jólin. Hún spurði mig reyndar hvort ég hefði ekki geymt eitthvað af jólamatnum til að gefa henni að smakka! Þegar Lue spurði mig svona ef ég hafði haft gesti kvöldið áður, fannst mér hún ferlegur dóni, en nú veit ég að þetta þykir alveg sjálfsagt hjá þessu fólki. Þetta er bara forvitni! Nágrönnum mínum finnst voða gaman ef ég færi þeim eitthvað sem ég hef eldað eða bakað. Þeim finnst það ekki alltaf gott á bragðið, en þá hafa þau prófað! En íslenska kryddbrauðið hefur gert mikla lukku hjá þeim.

Ég verð nú bara að sýna ykkur borgarjólatré Montego Bay. Svkalega hátt og "spengilegt", auðvitað gervi og skreytt þannig að varla sést í tréð fyrir kúlum, slaufum og öðru dóti. Gerir mikla lukku og fólk er afskaplega stolt af trénu sínu.
Barry bankaði upp á í gær. Hann var í fríi, en hafði gert sér ferð til að óska okkur gleðilegra jóla. Hann var rosalega fínn, með nýja húfu og í fínum hreinum bol og í skónum sem ég gaf honum í sumar. Hann hafði ekki tímt að nota þá fyrr, sagðist hafa ætlað að geyma þá til jólanna! (þá fór hann allavega ekki í jólaköttinn!). Ég benti honum á að hann hefði "gleymt" að taka af merkimiðann (gulur pappírsmiði sem hékk á öðrum skónum með nafni framleiðandans) og ætlaði að fara að kippa honum af. En Barry hélt nú ekki; miðinn átti að vera á, þá gátu allir séð að skórnir voru nýjir og ónotaðir! Við gáfum bæði honum og Vivet ilmvatn í jólagjöf. Bæði voru glöð með gjöfina og bæði höfðu orð á að þetta væri greinilega "ekta", ekki blandað upp með vatni eins og það sem væri keypt hérna. Ilmvatnið var eina jólagjöfin sem Vivet fékk, en ég gleymdi að spyrja Barry hvort hann hefði fengið eitthvað annað. Svo ekki var nú mulið undir hana Vivet þessi jólin. Hún spurði mig reyndar hvort ég hefði ekki geymt eitthvað af jólamatnum til að gefa henni að smakka! Þegar Lue spurði mig svona ef ég hafði haft gesti kvöldið áður, fannst mér hún ferlegur dóni, en nú veit ég að þetta þykir alveg sjálfsagt hjá þessu fólki. Þetta er bara forvitni! Nágrönnum mínum finnst voða gaman ef ég færi þeim eitthvað sem ég hef eldað eða bakað. Þeim finnst það ekki alltaf gott á bragðið, en þá hafa þau prófað! En íslenska kryddbrauðið hefur gert mikla lukku hjá þeim.
Comments:
Hæ, var búin að skrifa einhverja vitleysu en þurrkaði allt út. Það eru svo margir sem lesa ruglið í manni að ég gat ekki birt það. En það var rosalega skemmtilegt og þið missið af miklu! Góða ferð um áramótin og knus í hús. Hafdís.
Skrifa ummæli