fimmtudagur, desember 21, 2006
Maður rekst á margt áhugavert og skondið á fréttasíðum blaða og útvarpsstöðva. Ég skrepp nánast daglega inn á íslenskar og danskar fréttasíður til að ég sé nú ekki alveg úti að aka ganvart öllu öðru en jamaicönskum staðháttum. Fréttir af veðurfarinu á Íslandi eru svakalegar, hlýtur að vera voða ójólalegt allstaðar? Danir voru að uppgötva að Guð sé til; á vísindalegan hátt (með heilaskönnun) tókst þeim í Árósarháskólanum að finna Guð í heilanum á ungu heittrúuðu fólki og komust að því að þegar þessi ungmenni báðust fyrir, fylgdi heilavirkni þeirra nákvæmlega sama mynstri og þegr fólk hefur félagsleg samskipti við hvert annað. Þetta töldu þeir sanna að Guð væri til. Það "merkilega" var að þegar ungmennin (ennþá tengd við skannarann) áttu að senda í huganum óskir til jólasveinsins, kom allt önnur virkni fram í heilanum. Undarlegt?!! Það er semsé munur á Guði og Jólasveininum eftir þessu. Og talandi um Jólasveininn; haldið ekki að búið sé að taka Jólasveininn út af Grænlenskum fjárlögum!! Og nú á hann ekki fyrir frímerjum til að svara þessum 50.000 börnum sem skrifa honum. Finnst ykkur þetta vera hægt!
Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni sem kom í kjölfar greinarinnar (greinanna?) sem birtist í Ísafold um hjúkrunarheimilið Grund. Það er aldeilist skotið föstum skotum þar á báða bóga! En hvað kemur svo út úr því? Er einhver efnisleg umræða í gangi? Eða snýst þetta bara um hvort einhver - og þá hver - sé að skrökva? Hvað um málefnið sem slíkt? Hefur einhver áhuga á því?
Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni sem kom í kjölfar greinarinnar (greinanna?) sem birtist í Ísafold um hjúkrunarheimilið Grund. Það er aldeilist skotið föstum skotum þar á báða bóga! En hvað kemur svo út úr því? Er einhver efnisleg umræða í gangi? Eða snýst þetta bara um hvort einhver - og þá hver - sé að skrökva? Hvað um málefnið sem slíkt? Hefur einhver áhuga á því?
Comments:
Skrifa ummæli