fimmtudagur, janúar 18, 2007

Eftir uppblásturinn á boltanum frá Ara og co, er æfingarhornið mitt á Taylor Road farið að líkjast proffs fitnesscentri. Í hvíta skápnum er meira að segja að finna lóð og teyjubönd. "Jaja, man"! En ég fer nú samt annað slagið í centrið á Half Moon, ekki síst þar sem þar hefur - hingað til - varla verið álu að sjá nema strákana í móttökunni. En nú er það sko eitthvað annað. Greinilega er kominn annatími í ferðamannabransanum og gestum þar fjölgað til muna. Og það eru gestir sem ekki bara liggja á meltunni þrátt fyrir að nóg sé að býta og brenna á svona "all inclusive" hóteli. En öllu má nú ofgera segi ég nú bara. Það er bara allt að fyllast þarna! Sveittir, stynjandi, rymjandi, pústandi og argandi amerískir kallar eru þarna nánast í hvert sinn sem ég kem orðið. Þarna rembast þeir eins og rjúpan við staurinn og með þessum líka hávaða. Þeim finnst þeir greinilega vera rosalega flottir, gjóa augunum út undan sér um leið og þeir kasta sér á gólfið og gera einhvern helling af armbeyjum, rétt svona til að vita hvor ekki sé örugglega verið að horfa á þá! Ég náttúrulega læt eins og sjái þá ekki, en á samt stundum bágt með mig! En skondnari eru samt amerísku konurnar, þær fáu sem koma þarna eru með einkaþjálfara. Og þær eru þarna mjög snemma á morgnana, áður en kraftakallarnir fara í gang. Og ég gæti svarið fyrir að einkaþjálfararnir eru ekki alltaf "bara" líkamsræktarþjálfarar fyrir þær. Það er oft eitthvað annað í gangi, það er ekki eðlilegt hvað þau eru náin! Ég er búin að sjá að þjálfararnir eru þrír, kaffibrúnir, rosalega vöðvastæltir og flottir strákar. Og það eru gjarna konur á mínum aldri - og upp úr - sem þeir eru að "þjálfa". Stundum finnst mér að ég sé að troðast inn í eitthvað "privacy" þegar ég kem inn, þetta er svo intimt eitthvað! En þau láta sér fátt um finnast, virða mig ekki viðlits en halda bara sínu tempói! Ja, hérna; hvernig bara þykir ykkur!
Comments:
úff, þetta er bara að verða hin flottasta líkamsræktarstöð þarna hjá þér ;) nú verð ég að fara að leggja í hann.. get nú ekki verið minni manneskja en hún auður og ekki komið ;) hafiði það allavega gott á meðan familyan af Flókagötunni er í heimsókn og minntu auði á að senda póstkort ;)
Skrifa ummæli