fimmtudagur, janúar 11, 2007

Beint á móti klúbbnum er fríhöfnin, þar sem skemmtiferðaskipin leggja að.
Nánast á hverjum degi liggja þarna skip.

Í dag lá Freedom of the Seas við bryggju. Þetta er svo ofboðslega stórt skip, veit ekki hvort það kemur fram á myndinni, en það er STÓRT!
Mér er sagt að þetta sé eitt af þeim flottari sem sigla um höfin blá, svei mér þá, mig er farið að dauðlanga til að komast um borð í svona skip!!
Kannski á ég það eftir! Vill einhver koma með?
Comments:
Skrifa ummæli