föstudagur, janúar 26, 2007
Ég vil auðvitað sýna þeim eins mikið og hægt er að komast yfir á svona stuttum tíma og prógrammið er búið að vera býsna strangt hjá þeim, þau fá varla svefnfrið!
Þarna eru Nonni og Auður að koma úr fossaklifri, rosa ánægð með sig enda búin að príla 300 metra upp eftir fossunum.
Við hafdís hlupum upp tröppurnar - jafn marga metra - til að geta myndað. Það mátti ekki á milli sjá hver var votastur, við Hafdís eftir hlaupin eða þau sem voru að koma upp úr fossunum!
Mæðgurnar njóta blíðunnar með skemmtiferðaskipið í baksýn
Auður smakkar "jellynetu".
En nú erum við að drífa okkur á jazzhátíðina, blogga meira á morgun með fleiri myndum. KNUS
Efnisorð: Hafdís og fjölskylda í MoBay
Comments:
Skrifa ummæli