.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, janúar 07, 2007


Þá eru þessi jól liðin, jólatréð góða komið í kassa og við Half Moon klifra þeir í trjám og plokka niður hundruði metra af seríum sem þeir höfðu vafið nosturslega um stofn og greinar. Hlýtur að vera svakaleg vinna að setja þetta upp.

Daginn farið að lengja hér sem annar staðar og sama blíðan og fyrr.

Ég er núna að lesa bók eftir Khaled Hosseini sem heitir Flugdrekahlauparinn. Þetta er ein af þessum bókum sem maður á erfitt með að leggja frá sér. Á einum stað í bókinni hafði drengurinn
fengið islamskan fyrirlestur um syndina og hvað biði þeirra sem syndguðu, hann fékk að vita að íslam liti á drykkju sem hræðilega synd. Faðir hans, Baba, drakk whisky og drengurinn hafði auðvitað áhyggjur af hvað yrði um hann þegar hann þyrfti að svara til saka fyrir synd sína á degi qiyamat, þ.e. á dómsdegi.
Baba sagði: "það er einungis til ein synd, aðeins ein. Og það er þjófnaður. Allar aðrar syndir eru afbrigði að þjófnaði. Sá sem drepur mann, stelur lífi. Hann stelur rétti eignkonu til maka síns, rænir börun föður sínum. Sá sem lýgur stelur rétti einhvers til að vita sannleikann. Sá sem svindlar stelur rétti einhvers til að njóta sanngirni".
Ég leyfi mér að efast um að slíkar heimspekilegar pælingar hafi legið að baki þess sem haft er eftir talsmammi Pihl í Kaupmannahöfn í dönskum fréttum vegna morðsins á danska verkstjóranum í fyrradag, að "noget" benti til að þetta hefði verið ránmorð. Og þó?
Í jamaicönsku blaði kemur fram, að fullyrt sé að morðið hafi eitthvað að gera með "náið samband sem viðkomandi hafi haft við konu úr nágrenninu". Einnig er fullyrt að innfæddir menn séu reiðir yfir að útlendingar steli eiginkonum þeirra og að þeir vilji ekki líða það lengur. Út frá heimspeki Baba (og Hosseini) er þetta því ránmorð. Þá eru öll morð ránmorð. Morð er ævinlega stuldur á lífi. Og öll mótív eru þá þjófnaður; stuldur á öðru lífi, stuldur á eiginkonu/eiginmanni, á valdi, á hamingju, stuldur á gleði, sakleysi, öryggi, æru. Kannski er þetta rétt, að þjófnaður sé eina syndin sem í raun existerar. Að allt "hitt " sé bara afbrigði af þjófnaði?

Comments:
Hæ, já finnst þér þetta ekki góð bók? Ég vissi ekki að dani hefði verið myrtur þarna! Hræðilegt. Knus, Hafdís.
 
Ein besta bók sem ég hef lesið.Takk fyrir hana Hafdís mín. KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?